Skírnir - 01.01.1937, Side 157
Skírnir]
Inniluktar þrár.
155
innar. Á því mátti fljúga, ef áletrun þessi varð lesin.
..Renni renni rekkja mín“ í þjóðsögu er enn til marks um
þessa framvísi, er bendir til loftskipa og flugvéla.
Eg hvarf frá bóndanum í dalnum, sem batt klyfjarn-
ar sínar. Hann fór heim til sín, en í hans stað kom stall-
hróðir hans utan af ströndinni. Og sá gladdi sig á sama
hátt sem hinn. Og honum veitti ekki af. Útvegsbóndinn
hafði róið margan barning út á mið og komið í land öng-
ulsár. Nú hjalaði hann við sjálfan sig um byrsæld Hrafn-
istufeðga, sem jafnan höfðu óskabyr eða ljúfvindi, hvert
sem þeir sigldu. Ef til vill hafa þeir kunnað að haga segl-
um eftir vindi betur en aðrir menn, sem þá voru á floti.
Ef til vill sáu þeir út veður allra manna bezt. En það
getur verið, að gáfa þeirra manna, sem mæðzt höfðu í
andófi, hafi skáldað þetta æfintýri og séð þó jafnframt í
fjarsýn þau skip, sem á síðari tímum hafa farið um höf-
in, óháð veðrabrigðum og staðföst í rásinni.
Útvegsbóndinn lét sig litlu skipta sauðfé í útilegu-
uiannadölum. En hann hafði séð sækýr og sænaut í nám-
unda. Þessar kýr glöddu útvegsbóndann og þó konu hans
enn meira, sem áttu of fátt í fjósi, af því að tún þeirra
var lítið og í órækt. Þessar sægránur voru með síðum
júfrum og gljáði á belginn þeirra, sem sælöðrið hafði
Þvegið og fágað afbrigðilega vel og vandlega. Kona út-
vegsbóndans hafði fengið skyrbjúg í bæ sinn, af því að
uijólk skorti. Bóndi sinnti meira um sjósókn en jarðrækt.
Hún starði stundum út á f jörðinn og hugsaði um sækýrn-
ar niðri þar í djúpinu, síðjúfraðar og fagurhyrndar. —
Þörfin skapaði þrána. Og dóttir þessara hjóna undi sér
ekki í sjóbúðinni, þar sem misjafnir menn beittu línu og
■töluðu klúrt úr hófi, skinnklæddir og átu tóbak. Hún lét
hugann reika til marmennils í þaraskógum. Veiða mátti
þann fáséna ljúfling með því að beita gullbaugi á öngul
°g keipa færinu fimlega. Móðir meyjarinnar lét sem hún
skildi ekki hvers vegna dóttir sín færi svo oft niður í
sjávarmál á kvöldin, þegar maurildi kviknuðu í voginum
utan við lendinguna. En hún mátti þó muna það, að hún