Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 60
58
Goðorð forn og ný.
t Skírnir
fjörð, þeir er þar voru fyrir vestan, en þó skyldi jöfn dóm-
nefna og lögréttuskipun úr þeirra f jórðungi sem úr einum
hverjum öðrum; en síðan voru sett fjórðungarþing; svo
sagði oss Úlfhéðinn Gunnarsson lögsögumaður".7
Samkvæmt tímatali Ara fróða hefir hin nýja þinga-
skipun verið lögleidd um 963. Breytingar þær, sem þá voru
gerðar, auk upptöku fjórðungsþinga, eru í því fólgnar, að
nú eru fyrst fjórðungarnir landfræðilega séð afmarkaðir
og einu hinna fornu þinga í Norðlendingafjórðungi skipt
í tvennt. Hvort ný goðorð hafi þá jafnframt verið tekin
upp verður ekki beinlínis séð af frásögn Ara, en um það
atriði tekur eftirfarandi lagagrein Lögréttuþáttar af allan
efa:
„Það eru 12 menn úr fjórðungi hverjum, er lögréttu-
setu eiga, og lögsögumaður umfram, svo að þeir skulu ráða
lögum og lofum. Þeir skulu allir sitja á miðpalli og þar
eiga biskupar vorir rúm. Þeir menn 12 eiga lögréttusetu
úr Norðlendingafjórðungi, er fara með goðorð þau 12, er
þar voru þá höfð, er þeir áttu þing fjögur, en goðar 3 í
hverju þingi. En í öllum fjórðungum öðrum, þá eiga þeir
menn 9 lögréttusetu úr fjórðungi hverjum, er fara með
goðorð full og forn, þau er þá voru 3 í vorþingi hverju,
er þing voru 3 í fjórðungi hverjum þeirra þriggja, enda
skulu þeir allir hafa með sér mann einn úr þingi hverju
inu forna, svo að þó eignist 12 menn lögréttusetu úr fjórð-
ungi hverjum. En forn goðorð Norðlendinga öll eru f jórð-
ungi skerð að alþingisnefnu við full goðorð önnur öll á
landi hér. Það er og um þá menn alla, er svo eiga lögréttu-
setu sem nú var tínt, að þeirra hver á að skipa tveim mönn-
um í lögréttu til umráða með sér, öðrum fyrir sér en öðr-
um á bak sér og sínum þingmönnum. Þá verða pallar skip •
aðir til fulls og fernar tylftir manna á hverjum palli“.3
Við samanburð á lagagreinunum um nefnu í fjórð-
ungsdóma og skipun lögréttu má sjá, að löggjafinn hefir
í fyrnefndri grein miðað goðaréttindin við goðorða- og
þingaskipulagið eins og það var fyrir 963, en í síðari grein-
inni tekur hann tillit til þeirrar breytingar, sem gerð var