Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 222
220
Ritfregnir.
[Skírnir
en rímið batt hann. Á síðara staðnum gat hann eigi notað orðið
menn, heldur þurfti hann, vegna höfuðstafsins, að nota orð sömu
merkingar, sem byrjaði á h (t. d. höldar eða halir). Samkvæmt bví
er þá heldur ekkert því til fyrirstöðu, að þetta ákvæði sé orðið til
hér á íslandi. Ef ákvæði þetta er skilið eins og höf. skilur það, þá
kemur fram það ósamræmi í því, að í fyrsta liðnum er talað um
menn (heiðna hölda), en í tveimur síðari liðunum um hýbýli manna
(hús ok hella). Ef vér hins vegar tökum ákveðið eins og það er í
Grettis sögu, þá hverfur það ósamræmi. Þá verður um tvennar i;am-
stæður að ræða, annars vegar menn (kristna — heiðna), hins veg-
ar hýbýli manna (hús — hella). Um síðari samstæðuna segir höf.
(bls. 83) : ,,hús verlangt als Entsprechung Höhle als Wohnstátte
von Menschen, die mit dem Gesetz einig sind, nicht den Schlupf-
winkel von Raubem'1,1) og á þessu byggir hann svo það, að hellar
merki hér skýli fiski- og veiðimanna. Hvers vegna skyldi hellir hér
aðeins tákna skýli manna, sem lifðu í sátt við lögin? Eins og höf.
réttilega bendir á, þá tíðkaðist það nokkuð, að veiðimenn lægju við
í hellum, en sjálfsagt hefir það um langan aldur verið frekar fá-
títt og hitt miklu algengara, að slíkir menn byggju í húsum (búð-
um) eða tjöldum, og hellisvist hefir ekki verið neitt sérstaklega
auðkennandi fyrir fiski- eða veiðimenn. Aftur á móti voru hell-
arnir taldir hæli útlaganna, skógarmannanna, öðru fremur, eins
og tilvitnanir þær í íslenzkar heimildir, Grág. II. 383, Jónsb. Mh. 3,
sem höf. tilfærir, sýna. Eg er því einnig ósammála höf. um þetta
atriði. Mér virðist líklegra, að hér séu hellar einmitt hafðir fyrir
augum sem skýli útlaganna. Með þeim skilningi verður ákvæðið
þróttmeira og þá kemur fram í því máttug stígandi. Það er ekki
um það eitt að ræða, að tryggðrofinn eigi að firrast þrjár stéttir
þjóðfélagsins (stórbændur, almenna bændur, fiskimenn). Nei, hann
á að firrast alla menn (kristna og heiðna), hann á að firrast öll
hýbýli manna, hvers kyns sem eru, jafnvel hellana, sem útlagarnir
þó geta fundið skjól i, og hann á að firrast alla heima nema einn,
helvíti. Ef þessi skilningur er lagður í þetta ákvæði, þá er það íil-
orðið í kristni, aldursákvörðun höf. fær þá ekki staðizt og það get-
ur þá jafnt verið upprunnið hér á Islandi sem í Noregi.
Ýmislegt fleira væri e. t. v. ástæða til að minnast á, en rúmið
leyfir ekki mikið lengra mál. Þó vil eg geta þess, að á bls. 8 er
smávægileg ógætnisvilla, ruglað saman lögréttu og lögbergi (Ge-
setzeshiigel). Um þing — þjóSstefnu segir höf. (bls. 30), að stefna
gæti merkt „gebotene Versammlung“, en þing „ungebotene“. Eg
myndi frekar telja hið gagnstæða, ef gera ætti mun á þessu tvennu
að því leyti til, sem reyndar er vafasamt. „Mætar meginrúnar" í
1) Leturbreyting mín.