Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 194
192
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir .
úrunni í hinum ýmsu héruðum og landshlutum. Ef fram
kæmi t. d., að í einhverju héraði reyndist óvenjulega margt
óbeinna nafngifta, bæri það vitni um óvenjulega auðugt
ímyndunarafl og skáldhneigð manna í því héraði. Ef það
kæmi og í ljós, að mjög margt óbeinna nafngifta væri frá
ákveðnu, takmörkuðu tímabili, gæfi það að nokkru inn-
sýn í aldarfar og andlega menning þeirra tíma, er þær
nafngiftir stafaði frá. En örnefnasöfn eru enn svo lítil
fyrirliggjandi, að engu ákveðnu verður spáð um niður-
stöðurnar.
íslenzk örnefni og þjóðfræðin. — Af íslenzkum ör-
nefnum yrði naumast að vænta mikillar vitneskju um ís-
lenzka þjóðfræði, vegna þess að íslendingar eru óvenju-
lega auðugir að heimildum um landnámsmenn og landnám
á Islandi. Þó hefir langt frá verið úr því skorið, hve mikið
hafi kveðið að innflutningi keltneskra manna til landsins
í öndverju. Ef til vill mætti komast einhverju nær hinu
sanna um þetta, ef safnað væri öllum örnefnum frá land-
námstíð, þeim er væri af keltneskum uppruna eða benti til
landnáms keltneskra manna. Prófessor Finnur Jónsson
gefur örnefnum þessum nokkurn gaum í riti sínu Norsk-
jslandske Kultur- og Sprogforhold i det 9. og 10. Aarhd),
en getur þó naumast hafa notað þau til hlítar, því að þótt
margt hinna elztu örnefna sé varðveitt í fornritunum, er
langt frá, að öll hin elztu örnefni hafi komizt á bókfell
fornritanna eða annara rita. — En nokkrum örðugleikum
mundi það valda við rannsókn þessa atriðis, að torvelt
yrði að greina á milli þeirra örnefna, sem tengd væri við
keltneska landnámsmenn, og hinna, sem myndazt hefði
fyrir keltnesk málsáhrif, er norrænir landnámsmenn urðu
fyrir vestan hafs.
íslenzk örnefni og trúarbragðarannsóknirnar. — Gildi
íslenzkra örnefna fyrir trúarbragðarannsóknirnar er auð-
vitað engan veginn sambærilegt við gildi sænskra örnefna,
vegna þess að þau eru yngri en aðrar fyllri og merkari
1) Kbh. 1923.