Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 128
126
Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi. [Skírnir
landi, sem þá var Henrik Krag, og leggur fyrir hann að
verja víkingum þessum hafnir í landinu og halda uppi
mótstöðu við þá eftir fremsta megni (sbr. bréf konungs
í skjalabók í ríkisskjalasafni Dana, Tegnelser paa alle
Landene 10, 16, prentað í lagasafni Magnúsar Ketilsson-
ar, II. bindi). En ekki verður heldur séð, að orðið hafi af
ránsferð Englendinga til landsins í þetta sinn.
Enn gegnir sama máli um það, að ekki er unnt að sjá,
að þetta bréf Svíakonungs hafi vakið mikinn óróa með
íslendingum. Engar líkur eru heldur til þess, að nokkur
íslendingur hafi verið í ráðum með konungi um þetta.
Það er jafnvel ólíklegt, að bréf þetta hafi nokkurn tíma
komizt í hendur íslendingum eða verið sent til íslands;
að minnsta kosti verður þess hvergi vart í ritum sam-
tímis eða á nálægum tíma, að íslendingum hafi verið
kunnugt um þessa málaleitan konungs. Og víst er um það,
að engin eftirköst hefir bréf þetta haft. Gildi þess er því
frá því sjónarmiði ekki stórvægilegt; ber nánast að líta
á það sem einstakt fyrirbrigði, er menn þó hljóta að
staldra við. Fer bréfið nú hér á eftir í íslenzkri þýðingu,
en mun á sínum tíma verða birt í Diplomatarium Islandi-
cum á sínum stað, eins og það er á sænsku.
Fylgiskjal.
Bréf Eiríks Svíakonungs Itiins fjórtánda til íslendinga,
dags. 27. marz 1567.
Vér Eiríkur hinn fjórtándi, með guðs náð konungur
Svíaríkis, Gauta, Vinda og fleiri landa, er því lúta, bjóð-
um yður, dánumenn af aðli, prestar, kaupstaðarmenn og
bændur, sem á íslandi eru búandi, náð vora og náðugan
vilja, þar sem þér viljið við honum taka. Þér hafið án efa,
dánumenn, orðið þess að fullu áskynja, hversu konungur-
inn af Danmörku hefir fyrir nokkurum árum, án alls rétt-
ar, heimildar og orsakar, þvert ofan í bandalag, eið og
loforð, hafið óhæfilega styrjöld gegn oss og Svíaríkisveldi.
Og þó að hann hafi þar enga gæfu haft né framgang,