Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 23
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
21
af kristnun Islendinga, sögu af Brjánsbardaga og ætt-
artöluriti. Þetta síðasta vill Finnur Jónsson draga í efa í
grein sinni í Skírni, en aðrir, sem á þetta hafa minnzt og
mér sé kunnugt um, hafa fallizt á þessa skoðun. Ég hef
(að nokkru eftir bendingum fyrri manna) reynt að sýna,
að öll þessi rit muni vera af Suðausturlandi.
Þau hafa öll verið merkileg, hvert á sína vísu.
Ættartöluritið: fullt af fróðleik, verk hinna nafn-óðu
íslenzku fróðleiksmanna. Kristniþáttur: sagnfræðilegt
klerkarit, þurrt, ef það væri ekki svo glaðlegt og víg-
reift — laust við alla íhygli og listamannsnáttúru.
Bi’jáns saga: þriðja tegundin, saga, sem virðist styðjast
að verulegu leyti við munnlegar frásagnir; sagnir um
undur, fyrirburði og ógnir, bæði náttúrlegar og yfir-
náttúrlegar, með hrikalegt gamalt listaverk að kjarna:
Éarraðarljóð. Höfundur Njálu hefir að efni til haft
gagn af öllum þessum ritum, mest af ættartöluritinu,
sem öll mannfræði Njálu og töluvert af atburðum styðst
við, hin ritin hafa að minnsta kosti orðið að því gagni
(og hlotið þann veg) að fylla út nokkur blöð í sögunni.
Kynjafrásagnir Brjáns sögu hafa fallið höfundi vel í
geð, það var eitt af mörgu, sem listamannssál hans var
sólgin í.
Vel á minnzt, listamannssál hans. Hún hefir ann-
ars ugglaust saknað margs í þessum ritum, sem stóðu á
ftiiklu eldra stigi en verk hans, og sögulist hefir hann
ekki fyrst og fremst lært af þeim. Ef til vill frekar af
i'angæskum ritum, ef þau hafa einhver verið (sjá
i’itlinginn Sagnaritun Oddaverja). En þó langhelzt af
sögum af Vesturlandi og þá framar öllu öðru Laxdæla
sögu. Það er ekki tómur hugarburður, þegar Guðbrand-
Ur Vigfússon taldi söguna einu sinni af hinum breið-
fii’zka sagnaskóla.
Það er tilviljun, að til séu ótvíræð rök um ákveð-
lr*n þátt íslenzkra höfðingjaætta í menntum samtím-
ans — eins og Sturlunga —, oftast grúfir yfir þessu
hin mesta huldarþoka, sem bágt ,er að sjá gegnum;