Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 188
186
Um örnefnarannsóknir.
f Skírnir '
þeir, að í mörgum dæmum hafi karlleg og kvenleg goð-
vera notið sameiginlegrar dýrkunar.
Fjöldi sókna í Svíþjóð ber enn í dag nafn fornra,
heiðinna blótstaða, og er nafn þess goðs, sem dýrkað var
á hverjum blótstað, jafnan í fyrra lið nafnsins. í fyrstu
kristni reistu Svíar kirkjur sínar á hinum fornu blótstöð-
um, sem héldu nöfnum sínum, þótt helgiathafnirnar tæki
á sig nýja mynd. — Af sóknanöfnum þessum máráða, hver
goð hafi verið mest dýrkuð með Svíum um það leyti, sem
heiðnum sið lýkur. Nöfn goða, sem hafa eigi framar notið
dýrkunar um þetta leyti, koma eigi fram í sóknanöfnum.
Þegar fyrir koma örnefni, sem bera vitni um trú á
lægri goðverur eða dýrkun þeirra, eru þau oftast náttúru-
nöfn. Bendir það til þess, að menn hafa ekki staðið sam-
einaðir um dýrkun þeirra og að dýrkun þeirra hefir ekki
verið eins staðbundin og hinna hærri goða.
Gildi örnefna fyrir landnámssöguna. — Örnefni má
flokka eftir síðara lið þeirra, þannig að þau, sem hafa
síðara lið sameiginlgan, mynda flokk sér. Þess má geta til
dæmis, að örnefni, sem enda á -by, -hult, -sta, -torp og -ryd,
eru ekki jafn-dreifð um allar tegundir landslags. örnefni,
er enda á -sta, koma einkum fyrir í hinum fornu sléttu-
byggðum, þar sem ræktun var snemma hafin; en þau, sem
enda á -hult og -ryd, einkum í skógabyggðum, en þær hafa
myndazt síðar en sléttubyggðirnar. Þannig má ráða nokk-
uð um byggingarsögu og ræktunarsögu landsins á elztu
tímum af útbreiðslu örnefna-flokka þessara. En þó er það
því aðeins unnt, að hægt sé að finna aldurshlutfall þeirra
örnefnaflokka, sem fara skal eftir. Enn fremur verður að
ganga úr skugga um, að ekki sé að einhverju leyti um síð-
myndanir að ræða, gerðar eftir fornum fyrirmyndum, né
heldur upphafleg náttúrunöfn.
Gildi örnefna fyrir söguna. — Með sögu er hér átt við
liðna atburði eða ástand, sem tengja má við merka við-
burði þeim til nánari skýringar. Hér er því eigi um það
eitt að ræða, sem snertir héraðasöguna og hefir gildi fyrir
hana, heldur einnig sögu þjóðanna. Víðs vegar um byggð-