Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 116
114
Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála. [Skírnir
Frægastur þeirra er Georg Stiernhielm (f 1672), mest
þekktur sem „faöir hinnar sænsku skáldskaparlistar“, en
mikilvirkur einnig í málfræðum — eins og í flestum vís-
indum síns tíma. Var hann mjög andríkur maður. Þarf
hér varla meira en drepa á tvo bókatitla hans: „Lexicon
Gothicum" (óprentað) og „Gambla Swea- och Götha-
Máles fatebur" (byrjunin prentuð 1643). Síðasta titilinn
má ekki skilja svo, sem ætlaði hann að gera mun á
„sænsku" og „göthisku“; kallar hann bókina líka „Anti-
quarius Linguæ Scandia-Gothicæ“. Stiernhielm lagði, eins
og kennari hans, mikla áherzlu á málhreinsunina. Kemur
það þá heim við fræðisetningu hans, að hann í skáldskap
sínum tók orð til láns jöfnum höndum úr sænskum og
norrænum fornritum, já einnig úr þýzkunni og hollenzk-
unni. Væru þær dótturmál sænskunnar, og móðirin mætti
vel lána hjá dætrunum, ef þær hefðu geymt eitthvað'
nothæft.
Stiernhielm þekkti samt mál, sem hann kallaði ís-
lenzku. Hann hafði handbært Nýja Testamentið á þessu
máli, og er það merkilegt, að hann getur ,,Jesus Syrach, a.
Norrænu“, prentaðs á Hólum 1580, með nafninu „J. Syrach
Jslandsch“. í þessum báðum ritum mun hann hafa
fundið mál sem hann gæti ekki alveg samsamið hinu
gamla „gotiska". Enda voru þau prentuð á íslandi. Stiern-
hielm notaði í „Fateburen“ líka „Islandz Lagh“.
Veruleg breyting á því áliti sem nú er búið að skýra,
gerðist annars fyrst með því, að miklu fleiri forníslenzk
handrit komu frá íslandi til sænskra bókasafna, einkum
til Uppsala og Stokkhólms. Gerðist þetta á ýmsum veg-
um, frá 1669. Sumt kom yfir Danmörk, en sumt beina
leið frá íslandi. Má sérstaklega nefna Islendinginn Jónas
Rugman, sem átti langa dvöl og dó í Uppsölum, og útveg-
aði mörg íslenzk fornrit handa bókasafni Háskólans. En
meðal þeirra handrita sem þangað komu frá Höfn, var
sú fræga Uppsala-Edda Snorra Sturlusonar. En hin Edd-
an, Ljóða-Edda, hafði verið prentuð í Höfn 1668, og var
hún þannig aðgengileg öllum fræðimönnum. Um sama