Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 36
34
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
biskups á Hólum. Eftir það er hans ekki getið, og fæ ég
ekki skilið það á annan veg en þann, að hann hafi ekki
orðið langlífur. Þó virðist hann hafa átt börn, svo sem
vikið verður að síðar.
Þorsteinn Skeggjason er næst nefndur í Flugumýr-
arbrennu 1253. Þess er engin von, að nokkurn tíma verði
vitað með vissu, hver þessi maður var. En ég hika þó ekki
við með útgefendum Sturlungu að telja líklegt, að þetta sé
Skógverjinn. Við þekkjum engan annan mann á þessum
tíma með þessu nafni. Og það er hægt að benda á ýmislegt,.
sem mælir með því, að þetta sé hann. Gizur og Skeggja-
synir voru náskyldir. Þorsteinn sýnist helzt vera fylgdar-
maður Isleifs Gizurarsonar, aftur fylgdarmaður höfðingja
og frænda síns. Skóga-Skeggi, Brandur og Gizur hitt-
ust um veturinn, þegar þeir gerðu um víg Ormssona-
Snemma sumars 1252 reið Bi'andur norður (og varla
alveg einsamall) og hitti Heinrek biskup og Gizur, sem
komu út á Gásum; riðu þeir saman vestur til Skaga-
fjarðar og lásu þar upp konungsbréf; um haustið sat
Brandur brúðkaup Gizurar og Gróu Álfsdóttur í Kald-
aðarnesi o. s. frv.
Eins og við er að búast, er ekki mikið sagt frá Þor-
steini í Flugumýrarbrennu. Hann var einn þeirra, sem
fengu vopn; var hann með ísleifi Gizurarsyni og varði
stafnrekkjuna gagnvart rúmi því, er Hallur hafði legið
í; hann hafði skjöld og sverð og varðist vel. Gekk hann
fram fyrir Isleif, og bárust þá sár á hann. Hvað síðan
varð af honum, segir sagan ekki, en hann hefir án efa
fengið útgöngu í kirkjuna, eftir að hús voru tekin að
brenna, eins og aðrir, sem brennumenn áttu engar sak-
ir við. Hans er ekki getið síðan með Gizuri, og hans er
ekki getið þar áður.
Næst er Þorsteins getið tvisvar við friðargerð. I
fyrra skiptið 1262, þegar sættir voru gerðar milli Sig-
hvats Böðvarssonar og Þorvarðar Þórarinssonar um víg
Þorgils skarða; naut Þorsteinn þá þess trausts, að hann
var nefndur af Þorvarðar hendi ásamt Jóni úr Ási og