Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 90
88
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
[ Skírnir
speare en biblíunni. Það reið baggamuninn. Púsjkín var
settur frá embætti og skipað að dvelja framvegis uppi í
sveit, á stórbúi, sem móðir hans átti, Michailovskoje, ná-
lægt Pskov á Vestur-Rússlandi.
Á árunum, sem Púsjkín dvaldist á Suður-Rússlandi,
hafði hann ort talsvert, þrátt fyrir slarkið. Nokkru áður
en hann fór þangað, hafði hann auk kvæða í tímaritum
gefið út ljóðabálkinn „Rúslan og Lúdmila" (1820), efn-
ið tekið úr rússneskri þjóðsögu. Á Suður-Rússlandi samdi
hann m. a. kvæðin „Bandinginn í Kákasus“ og „Gosbrunn-
urinn í Bachtsjisaraj", og bera þau kvæði það með sér,
hvað Púsjkín hefir lært af Byron. í „Bandingjanum í
Kákasus" er því lýst, hvernig Tsjerkessastúlka fær ást á
handteknum Rússa, hann vill ekki þýðast hana, en hún
hjálpar honum þá til að flýja burtu. 1 „Gosbrunninum í
Bachtsjisaraj“ lýsir hann örlögum pólskrar stúlku í
kvennabúri Tartarahöfðingja á Krím, — önnur kona höfð-
ingjans banar henni að lokum á eitri. Auk þessara rita og
annara kom hann heim til Michailovskoje með nokkur rit
í smíðum, gullfallegan kvæðabálk, „Sígaunarnir“, og byrj-
un á skáldsögu í Ijóðum, „Eugen Onegin",1) sem menn nú
telja aðalrit hans.
Púsjkín dvaldi nú í einverunni á Michailovskoje næstu
tvö árin. Þar var hjá honum gamla fóstran hans, Arína.
Rodionovna, og hún vakti aftur hjá honum áhugann á lífi
og þjóðsögnum rússnesku alþýðunnar; hann fór að safna
málsháttum og þjóðkvæðum. Og smám saman gerbreytt-
ist hann andlega, og er sú breyting í rauninni að byrja 1
Kisjenev. Hann losnar hér alveg við áhrifin frá Byron, og
dæmdi sjálfur síðar allhart um kveðskap sinn frá Suður-
Rússlandi, sem aðrir dáðust svo mikið að. Hann fer að
lesa biblíuna, kóraninn og Shakespeare, og þetta allt hefir
mikil áhrif á hann. Hann kemst alveg út úr guðleysinu, •—
varð á endanum trúmaður og afritaði sögur helgra manna.
1) Á rússnesku borið fram: jevgjenjí a-njegín, með áherzlu á
næstsíðustu atkvæðunum.