Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 152
150
Inniluktar brár.
[ Skírnir
sig málið. Stundum brosir hún gegnum tárin. Stundum
leggur þráin tungunni við akkeri. Stundum gerir hún
hálfkveðna vísu, sem botna má á ýmsar lundir, þannig að
hver botn hefir til síns ágætis nokkuð. Eg ætla nú að
freista þess, að botna fáeinar hálfkveðnar vísur þránna
innibyrgðu. Eg ætla ekki að tæma það efni — því að það
getur enginn einn maður tæmt.
Eg sný mér fyrst að meynni.
Meðan meyjarfeimni var upp á sitt bezta, áttu heima
hjá henni innibyrgðar þrár. Hverjum gat hún trúað fyrir
þeim, nema sjálfri sér? — Ekki föður sínum, hann mundi
glotta um tönn að slíku. Ekki gat hún trúað móður sinni
fyrir leyndardómum hjarta síns, því að milli mæðgna er
djúp staðfest oftast nær, eða þær snúa bökum saman, sú
gamla horfir á aftanroðann, sú unga á morgunbjarmann.
Mærin óx og gerðist gjafvaxta. En hún var staðbundin
eins og jurt á rót við þann jarðveg, sem ættbálkur henn-
ar var háður og ættkvísl hennar var við bundin. Fjár-
skortur olli því, að mærin gat ekki öðlazt þann búning,
sem stöðu hennar sómdi, vexti og sál. Henni sveið inn að
hjartarótum sá skortur, einkanlega um hátíðir, þegar hún
sat í kirkju og langaði til, að guði sjálfum geðjaðist að
sér. Þá lét hún sig dreyma um huldumeyjar, sem báru á
sér borðalagðan upphlut í tunglsljósi eða millugylltan bol
í stjörnuskini. Sóknarkirkjan var lítil tilsýndar og óskreytt
innan. En hinum megin í dalnum blasti við álfakirkjan
Ijómandi af Ijósadýrð og titrandi af tónum. Sá söfnuður
var miklu skrautlegri en sveitakirkjusöfnuðurinn. Og
prestur álfanna var á að sjá tilkomumikill, ljósin í þeirri
kirkju töfrandi björt, klukknahljómurinn, sem barst frá
þeirri kirkju, ómaði fagurlega. —
Hver skapaði alla þessa dálegu fegurð? Mærin og
móðir hennar. Þarna mættust þær og sátu saman, horfðu
hugfangnar í sömu átt og höfðu sameiginlega vöku-
drauma. Unga stúlkan, sem þarna sat, vissi þá ekki eða
gætti ekki að því, að móðir hennar hafði átt svo annríkt
um dagana, 1 búskapnum, að hún gat litið í bók þau dægr-