Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 244
242
Ritfregnir.
[Skírnir
Scandinavian Archeology by Haakon Shetelig ,'ind Hjalmar
Falk, translated by E. V. Gordon, Clarendon Press, Oxford 1937,
Bls. XX + 458.
Fornmenjafræði hefir orð fyrir að vera heldur þurr vísinda-
grein, og satt að segja, er hað ekki með órétti. En einn aðalkostur
á bessari bók er sá, að hún rannsakar fornmenjurnar ekki aðeins
frá hinu einhliða sjónarmiði fornmenjafræðinnar, heldur tekur
hún tillit til annarra vísindagreina, sérstaklega til málfræði og iii
uppruna orða og líka, til ritaðra heimilda, eins og t. d. Pliniusar,
Jordanes, Ptolemeusar, Beowulfs, og ekld sízt til íslenzkra bók-
mennta. Þess vegna gefur hún skýra hugmynd um iífið á Norðurlönd-
um á fyrri öldum. Við skulum taka eitt lítið dæmi. Hinn algengi sið-
ur, að grafa auðæfi sín í jörðu eða að láta bera þau á bál með sér, cr
tengdur við lagasetningu Óðins, eins og hún kemur fram í Yngl-
ingasögu, K. 8: — með þvílíkum auðæfum skyldi hverr koma til
Valhallar, sem hann hafði á bál; þess skyldi hann ok njóta, er hann
sjálfr hafði í jörð grafið. Á sama hátt lýsa höfundarnir rúnaskrift-
inni, húsakynnum, sjóferðum, fæðu og trúarlífinu í fornöld. Sér-
staklega athyglisverður er sá kafli, sem fjallar um fagrar listir
járnaldarinnar.
Bókin er yfirgripsmikil og nær yfir aldirnar frá elzta tíma-
bilinu fram á víkingaöld. Hún virðist vera ætluð almenningi fremur
en sérfræðingum, en samt sem áður vitnar hún rækilega til annarra
rita um þessi og þvílík efni. í slíkum ábendingum virðist stundum vera
hugsað aðallega um enskumælandi menn, sem eiga bágt með aS
lesa annað mál. Til dæmis, á bls. 406, er bent á bækur um norræna
goðafræði á þessa leið: „The best modern manual of Norse mytho-
logy is P. A. Munch, Norse Mythology, revised by Magnus Olsen
and translated by S. B. Hustvedt, American Scandinavian Founda-
tion (New York, 1926). Auk bessarar bókar er aðeins mælt með
H. M. Chadwick, Tlie Cult of Othin (Cambridge, 1899) og með skóla-
bókinni litlu, The Religion of Ancient Scandinavia, eftir Sir William
Craigie (London, 1906).
Að öllu leyti er bókin falleg, og er mjög vel gengið frá henni.
Hún er prýdd mörgum ljósmyndum, sem hjálpar mönnum til að
skilja lýsingar á fornleifum. Stillinn á enskunni er alstaðar skýr
og læsilegur, sem von er, þegar tillit er tekið til þess, að E. V-
Gordon hefir þýtt hana úr norskunni. G. T. P.
Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess. Gefið Út af félagÍnU'
Ingólfur. Rv. 1935—1937.
Vorið 1934 stofnuðu nokkrir menn í Reykjavík félag, er
nefnist Ingólfur. Tilgangur félagsins er að láta prenta, eftir þvi
sem efni leyfa, ritsafn, er nefnist Landnám Ingólfs, safn til sögu