Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 143
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
141
vörum dreypa’ í vara þinna
vil eg bikar enn eitt sinn".11)
Til samanburðar er fróðlegt að tilfæra lokaerindið úr
fyrrnefndu kvæði Byrons:
„When age chills the blood, when our pleasures are past —
Por years fleet away with the wings of the dove —
The dearest remembrance will still be the last,
Our sweetest memorial the first kiss of love“.
„Þegar ellin kælir blóðið, og ánægjustundirnar liðnar —
því árin líða sem léttvængjaðar dúfur —
kærasta minningin verður engu að síður hin síðasta,
sætasta minnisgjöfin: fyrsti ástarkossinn".
Að vísu er hér alls ekki um bókstaflega stælingu að
ræða; en kvæðin eru samt merkilega lík að hugsun og lífs-
horfi; auk þess byggi eg tilgátu; mína um samband þeirra
á því, að kvæði þetta er hið eina af því tagi í söfnum
Gríms, og var ort á þeim árum, þegar hann var hrifnastur
af Byron og undir áhrifum hans.
Nú mætti ef til vill segja, að skyldleikinn milli ýmsra
kvæða Gríms og Byrons væri tilviljun ein, áhrif líkra
lífsskilyrða, „tímans anda“. Vel gæti svo verið, ef eigi
væri nærtækari eða sterkari rökum til að dreifa. En svo
stendur á, að öll þau kvæði Gríms, sem sérstaklega eru
Þmngin byronsku þunglyndi og lífsleiða, voru ort á ár-
unum 1844—1846; en einmitt á þeim; árum sökkti Grímur
sér niður í lestur verka Byrons og rita um hann; því að
framan af því tímabili vann hann að bók sinni um skáld-
ið, er út kom, eins og áður er sagt, árið 1845. Ennfremur
er það mjög eftirtektarvert, að í kvæðum Gríms ortum
eftir þetta, að maður tali nú ekki um eftir 1860, hverfur
þunglyndið og bölsýnið; og er það frekari sönnun þess,
að Grímur var á áðurgreindu tímabili, 1844—1846, bein-
línis undir áhrifum Byrons. Sætti það lítilli furðu, því að
Grímur var þá á þeim aldri, sem menn eru næsta næmir
fyrir utan að komandi áhrifum, á milli tvítugs og þrítugs.