Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 79
S'kírnir]
GoðorÖ forn og aý.
77
sonar hans, enda kemur það heim og saman við aðra
staði Landnámubókar, þar sem ættin er rakin. frá Guð-
rúnu Þórisdóttur og Flosa Kolbeinssyni til Flosa prests
Bjarnasonar og systkina hans.41
Undir þessum kringumstæðum er það að engu haf-
andi, sem Landnáma segir um skyldleika Kolbeins við
Valla-Brand. Og því síður þar sem búast má við, að um-
rædd ættfærsla hafi upprunalega verið sett fram í blekk-
ingarskyni. Ber það til, að við Kolbein mun eiga frá-
sögn Hungurvöku um lögsögumanninn, sem „átti mæðgur
tvær“.42 Er það næsta merkilegt, að þá er Haukur lög-
maður rekur ætt sína frá Valla-Brandi, lætur hann ónefnd-
an lögsögumannstitil Kolbeins. Verður ekki betur séð en
að þetta brot á algengri venju ásamt ættfærsluskekkjunni
hnígi að því að dylja ættarböndin við lögsögumanninn,
sem í umgetið ólán hafði ratað.
Njáluhöfundur greinir svo frá, að Flosi Þórðarson
hafi beðið Rannveigar dóttur Marðar Valgarðssonar á
Hofi fyrir hönd Starkaðar bróðursonar síns, er bjó að
Stafafelli: „Gekk Flosa það til, að hann þóttist svo ráða
undir sig trúnað hans og fjölmenni".23 Mætti ætla, að frá-
sögn þessi stæði í sambandi við vitneskju höfundarins um
það, að Freysgyðlingar hafi náð völdum í Rangárþingi.
Fer og vart hjá því, að Sæmundur fróði, tengdasonur
Kolbeins lögsögumanns, hafi átt Hofverjagoðorð síðar.
Á þessu goðorði mun Oddaverjaætt fyrst og fremst hafa
hyggt upp veldi sitt.
Hvítanesgoðorðið mun aftur á móti hafa komizt í
hendur Oddaverja hálfri annari öld síðar, er Filippus
Sæmundsson á Hvoli hafði kvongazt Þórdísi dóttur Flosa
prests Bjarnasonar, Bjarnasonar Flosasonar Kolbeinsson-
ar lögsögumanns. Er furðu auðvelt að rekja samhengi
þessa máls og sýna, að það einmitt var goðorð Freysgyðl-
ingsins Flosa Bjarnasonar, sem Filippus á Hvoli fór með
°8’ gaf á vald Hákonar Noregskonungs árið 1250.
Á Alþingi 1195 deildu þeir Kolbeinn Tumason og
Þórður Sturluson um hið svonefnda Rauðsmál: „Þorvald-