Skírnir - 01.01.1937, Page 106
104
Dæmdur maður.
[Skírnir
og- Isafold og mæta sunnanpósti í þeim vændum, þetta
einu sinni í mánuði hverjum, sem næst miðja vega milli
höfuðstaða Suður- og Norðurlands.
Já, norðanpósturinn seiglaðist vissulega í sinni köil-
un — og þeir póstarnir báðir tveir. Og þótt leiðangurinn
bæri jafnaðarlegast ekki hratt yfir hinar snævi þöktu víð-
áttur, þá skaut honum þó naumast einn eða neinn aftur
fyrir sig að vetrarlagi, þegar frá er skilinn fuglinn fljúg-
andi. Og því verður mér alltaf óskiljanlegur hraðboðinn,
sem einu sinni komst fram úr sjálfum norðanpóstinum
á miðþorranum. Ekki var þó síminn í þá daga og ekki
var útvarpið heldur tekið að láta á sér bæra í heila nokk-
urs hugvitsmanns heimskringlunnar, svo að vitað sé. En
það mátti einu gilda, þessi furðulegi hraðboði fór á ein-
hvern hátt þetta lítilræði fram úr póstinum, að fregnin
var komin í mína sveit tveimur dögum áður en póstlúður-
inn gylli eða fákar hinna rauðu kofforta brytust þar
í garð.
Og nýlundan var þessi, að það var sagt, að maður
væri með norðanpóstinum, auk fylgdarmanna hans, að
segja, en þeir voru venjulega tveir um þetta ársleyti.
Maður? — Já, eða eins konar maður — þjófur.
Á einu af nyrztu nesjum íslands — hermdi hrað-
fréttin — hafði póstinum sem sé verið á hendur falinn
þjófur til flutnings og allrar fyrirgreiðslu; þjófnum bar
honum af sér að skila í hendur sunnanpóstsins, en sunnan-
pósti aftur beina leið í tugthús höfuðstaðarins. — Slíkt
var verðmætur og vandmeðfarinn ábyrgðarpóstur.
Jæja, það var að tarna, ekkert minna en þjófur í
suðurflutningi. Mér er enn minnistætt, hve gersamlega
datt ofan yfih alla sannkristna menn. Og að því er sjálf-
an mig snerti, þá fannst mér sem kalt vatn rynni mér milli
skinns og hörunds vegna spillingar hinna f jarlægu, ókunnu
byggða norður við Ishafið, þar sem þessi vesalings mað-
ur var sagður eiga heimilisfang.
Og tveimur dögum síðar bar svo póstinn að garði,
og fregnin reyndist dagsönn.