Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 250
II
Skýrslur og reikningar.
[Skírnir
Jónatan Snælund, Akureyri,
Margrét Zoega, frú, Reykjavík,
Matthías Matthíasson, kaupmaður, Reykjavík,
Olgeir Friðgeirsson, kaupmaður, Reykjavík,
Sigurður Þórðarson, prestur, Vallanesi,
Stefán Th. Jónsson, kaupmaður, Seyðisfirði.
Fundarmenn stóðu upp í virðingarskyni við hina látnu fé-
Iagsmenn.
Síðan á síðasta aðalfundi höfðu verið skráðir 20 nýir fé-
lagsmenn.
2. Því næst las gjaldkeri félagsins upp ársreikninga félags-
ins og efnahagsreikning. Höfðu þeir verið endurskoðaðir án þess.
að við þá væru gerðar athugasemdir. Annar endurskoðandinn,
Bjarni Jónsson, gerði nokkrar almennar athugasemdir viðvíkjandi
fyrirkomulagi reikninga félagsins. Einkum saknaði hann þess, að
engin skrá væri til um bókabirgðir félagsins, og einnig taldi hann,.
að skil frá umboðsmönnum félagsins væru ekki eins góð og æski-
legt væri. Einnig væri skráin um félagatöluna ekki fyllilega á-
byggileg vegna þess, að skýrslur um það vantaði frá umboðsmönn-
unum, svo að erfitt væri fyrir endurskoðendur að sannfærast um,
hvað félagsgjöld ættu að vera mikil á hverju ári. Guðm. Hlíðdal
landssímastjóri tók undir það, að æskilegt væri, að fullkomin birgða-
skrá væri gerð. Eftir að Einar Arnórsson og gjaldkeri og Þorkell
Þorkelsson höfðu svarað þessu nokkrum orðum, voru reikningarnir
samþykktir af fundarmönnum.
Þá las gjaldkeri upp reikning sjóðs Margr. Lehmann-Filhé’s
og reikning Afmælissjóðs félagsins.
3. Þá voru endurkosnir endurskoðendur félagsins, Bjarni
Jónsson og Brynjólfur Stefánsson.
4. Þá skýrði Einar Arnórsson frá bókaútgáfu félagsins þetta
ár. Kemur út hefti af Skírni, Annálum, Safni til sögu íslands og
Fornbréfasafni.
6. Samkvæmt einróma tillögu félagsstjórnarinnar voru kjörn-
ir heiðursfélagar:
Guðmundur Kamban, próf., rithöfundur,
Gunnar Gunnarsson. próf., dr., rithöfundur,
Kemp Malone, próf. í Baltimore,
Rudolf Meissner, próf. í Bonn, og
Watson Kirkconmell, próf. í Winnipeg.
6. Fundurinn ályktaði að senda forseta félagsins og vara-
forseta kveðju sína.
7. Samúel Eggertsson spurðisb fyrir um, hvort nokkuð hefði
verið unnið að undirbúningi ævisagnasafnsins. Einar Arnórsson