Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 221
Skírnir]
Ritfregnir.
219
landi. Það, sem því fyrst og fremst er ætlað að segja, er, að tryggð-
rofinn skuli rækur og rekinn allsstaðar þar sem menn búa. En
mennirnir voru sumir kristnir og sumir heiðnir, en þetta tvennt
tók yfir allt mannkynið. Sú hugsun, að þetta tvennt grípi yfir allt
niannkynið, kemur enn fram löngu eptir að Noregur og ísland voru
■orðin alkristin, í löggjöf Magnúsar konungs lagabætis, sbr. ó
kristnu landi ... á lieiSnu landi, Bæjarm.l. ix, 7, Jónsb. Framl. 9.
Mér virðist það því vera nokkuð hæpið, að ákveða aldur þessa
ákvæðis á þessum líkum.
í tryggðamálunum í Grettis sögu segir, að tryggðrofinn skuli
firrask kirkjur ok krístna menn, lieiðna hölda, hús ok hella, heim
hvern nema helvíti. Höf. telur ákvæði þetta fornt að stofni til, en
að það hafi síðar meir fengið viðbót og orðið fyrir breytingu. Hann
telur orðin kirkjur ok kristna menn vera viðbót og að í fyrstu hafi
verið hel í stað helvítis í niðurlaginu, þannig að ákvæðið í fyrstu hafi
hljóðað á þessa leið: Hann skal firrash heiðna hölda, liús ok hella,
heim hvem nema hel. Hann telur ennfremur að ákvæðið sé norskt,
með því að hér sé talað um hölda í lagalegri merkingu, en höldar
hafi aldrei verið til á íslandi. Hér sé aðeins um að ræða heiðna
menn og samanburður við ákvæðið, sem áður var nefnt, og höf.
telur vera frá dögum Hákonar góða, bendi þá til þess, að þetta
ákvæði sé orðið til á þeim tíma, er heiðnin reis til varnar gegn
kristninni á dögum Hákonar Hlaðajarls, og telur hann líklegt, að
ákvæðið hafi orðið til á hans timum og í Þrændalögum. Höf. telur
sð þetta þrennt, 1) höldar, 2) hús, 3) hellar, eigi saman á þann
veg, að með þessum orðum sé sagt, að tryggðrofinn eigi að firrast
óðöl stórbændanna (höldar), hýbýli almúgans (hús) og skýli fiski-
og veiðimanna (hellar), m. ö. o. hér sé því lýst, hversu hann skuli
útilokaður frá samneyti við allar stéttir í þjóðfélaginu.
Mér virðast þessar skýringar höf. lítið sannfærandi. Heiðnir
höldar virðist mér að beinlínis bendi til þess, sem á undan var
komið, kristnir menn, þannig að hér sé um samskonar hliðstæðu
að ræða og í ákvæðinu, sem áður var á minnzt, kristnir menn ...
heiðnir menn. Hugsunin sé hér hin sama og þar, að tryggðrofinn
eigi að firrast alla menn, og að þessir tveir liðir liafi fylgzt að í
ákvæði þessu frá því að það fyrst var samið. Með þeim hætti ein-
um virðist mér og að hægt sé að gera grein fyrir orðinu heiðnir.
Samkv. skýringu höf. virðist því lýsingarorði vera alveg ofaukið
á þessum stað. Þá er orðið höldar. Höf. viðurkennir (bls. 83), að
það geti verið vafasamt, hvort leggja eigi hina lagalegu merkingu
i það orð eða telja það hér vera notað í merkingunni „menn“, eins
°g algengt var í skáldamálinu, þótt hann telji fyrri skilninginn lík-
legri. Mér þykir hinsvegar síðari skilningurinn liklegri. Sá, sem
samdi þetta ákvæði, vildi nefna hér kristna menn og heiðna menn,