Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 232
230
Ritfregnir.
[Skírnir
sérstaklega rímnakveðskap hans, og þó auðvitað fyrst og fremst
Núma rímum. Reynir hann að sýna, hvern þátt dvöl Sigurðar á
Grænlandi átti i því að gera rímurnar eins og þær urðu. En sér-
staklega sýnir hann með vandlegum samanburði á rímunum og
skáldsögu Florians um Núma Pompilius, er Siguröur orti rímurn-
ar eftir, hvernig hann hefur farið með söguna, hverju hann slepp-
ir, og hverju hann bætir við frá sjálfum sér og hvcrnig sumt það,
sem á að vera skáldlegt hjá Florian, fær nýtt) líf og magnast, cr
það snertir skyldan streng hjá Sigurði. í sögunni stóð t. d.: „Man
hörto kun . . . Sangen af tusende Fugle, der hoppede om paa de
lövfulde Grene og ligesom kappedes om at prise den Lykke de
nöde“. Það verður hjá Sigurði:
Hreiðrum ganga fuglar frá,
flökta um dranga bjarga,
sólar vanga syngja hjá
sálma langa og marga.
Höf. víkur að sögninni um það, að Sigurður hafi týnt siðari
hluta Núma rímna og orðið að kveða þær upp aftur, þá er hann
kom inn frá Grænlandi, og segir, að engum, sem þekki efnismeðferð
Sigurðar í hliðstæðum rimum, mundi detta í hug, að síðari hluti
Núma rímna ætti sér nokkra óvenjulega sögu, ef ekki kæmi til
þessi sögn. En þau orð sín hrekur hann s(jálfur með því að sýna,
hvers vegna mönnum gat dottið þetta í hug. Hins vegar gerir1 hann
skilmerkilega grein fyrir þvi, hvers vegna efnismeðferðin varð
önnur og daufari i síðari hlutanum en í hinum fyrri.
Höf. víkur nokkuð að áhrifum danskra og norskra samtíðar-
skálda á kveðskap Sigurðar, bæði i hinum fyrri Ljóðasmámunum
og Núma rímum, svo og að deilu hans við Fjölnismenn og afleið-
ingum hennar, og loks gerir hann grein fyrir helztu heimildum að
æfi Sigurðar og fyrir útgáfu rímnanna.
Inngangur þessi er árangur mikillar rannsóknar og góðra
þakka verður. Þó finnst mér það, sem bezt er í kveðskap Sigurð-
ar, tæplega metið að verðleikum, þvi að það var ekki að ástæðu-
lausu, að sá snillingurinn, sem var mest í ætt við Sigurð Breið-
fjörð, kvað:
Mörg sú neyð, sem örgust er
og ég kveið i hljóði,
síðast leið við söng hjá bér
Sigurður Breiðfjörð góði.
Af „Skýringum og athugasemdum“ aftan við rímurnar, held
ég, að ein sé áreiðanlega röng, sem sé XII, 5.