Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 239
Skímir]
Ritfregnir.
237
borganna. Sem skáldskapur er bókin ekki sérlega merkileg, en þó
eru ýmsar persónurnar all-skýrar. Sem skemmtilestur er sagan
úgæt. Jakob Jóh. Smári.
Studier i Heimskringlas stil. Dialogene og talene. Av Hall-
vard Lie. Med 1 tekstfigur. (Skrifter utgitt av Det norske viden-
skaps-akademi i Oslo. II. hist.-filos. klasse. 1936. No. 5.) Udgitt for
Oslo kommunes fond: Oslo. I kommislon hos Jaeob Dvbwad. 1937.
Mikið hefir verið rætt almennt um ritsnilld Snorra Sturlu-
sonar, en minna gert að því, að rannsaka nákvæmlega, í hverju
hún sé eiginlega fólgin, eða m. ö. o. stíl hans, og er það þó hin
Mesta nauðsyn, því að „stíllinn er maðurinn“, og allt, sem getur
gefið oss nákvæmari hugmynd um sálarlíf Snorra og sérstaklega
um listræna hæfileika hans, er mikils virði. — Hér liggur fyrir ít-
arleg rannsókn á stílnum í samtölum og ræðum Heimskringlu eftir
aorskan fræðimann, og er þar skemmst af að segja, að hún er
prýðilega af hendi leyst og er höfundinum til sóma. Kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að það, sem sérstaklega einkenni Heims-
kringlu um fram aðrar konungasögur að fornu, sé hinn drama-
tíski kraftur og leikni Snorra, sem kemur m. a. fram í hneigð hans
til að skipa andstæðuni saman, en sjá þó líkingu og samhengi bak
við allar mótsetningar. Kemur þetta greinilega í ljós, hvort sem
Snorri bætir við frásagnir eldri konungasagna eða fellir úr þeim.
Margt er það, sem kemur til greina, þegar ræða skal um list
Snorra. Skal hér minnzt á örfá atriði, samkvæmt rannsóknum Hall-
vards Lie. Er þá fyrst að nefna hæfileika hans til að skapa (list-
1-ænt) raunverulegan bakgrunn eða svið fyrir atburðina. Sem dæmi
^oá taka kaflann um landgöngu Magnúsar konungs berfætts á
írlandi:
„En messudagsaptaninn váru þeir eigi komnir; en mcssudag-
%nn, þá er sól rann upp, gekk Magnús konungur á land með mestum
Wuta liðs síns ok gekk upp frá skipum, vildi leita eptir mönnum
smum og strandhöggvi. Veður var vindlaust ok sólskin; leiðin lá
yfir klappir, en kjarrskógar við tveggja vegna. Þá er þeir sóttu
fi’am, varð fyrir þeim leiti mjök hátt; þaðan sá þeir víða; þeir sá
jóreyk mikinn upp á land“, o. s. frv.
Það, sem hér er með skáletri, vantar í frásögn Morkinskinnu,
þó að báðar frásagnirnar séu eins að efni til. En í Morkinskinnu
er héraðið grátt og sviplaust, — í Heimskringlu glitrar það af sól-
skini, morgundýrð og víðsýni. Og þessi breyting er gerð með furð-
anlega fáum orðum. —
Á líkan hátt tekst Snorra og að skapa, með mikilli list, sögu-
legan bakgrunn atburðanna eða sýn aftur yfir fortíðina, sögu ein-
staklingsins, ættar hans eða umhverfis. Orð Erlings Skjálgssonar