Skírnir - 01.01.1937, Page 67
Skírnir]
Goðorð forn og- ný.
65
um, sem allir munu eiga rót sína að rekja til lagauppsagn-
ar og frásagna Úlfhéðins lögsögumanns, verður meining-
in ljós og ótvíræð: Þótt goðorðum Norðlendinga væri um
963 fjölgað úr 9 í 12 „skyldi jöfn dómnefna á Alþingi úr
þeirra fjórðungi sem úr einhverjum öðrum“. Goðorða-
fjölgunin hafði sem sé engin áhrif í þessu sambandi. Öll
fornu goðorðin héldu eftir sem áður rétti sínum til dóm-
nefnunnar jöfnum og óskertum. Öðru máli gegndi um lög-
réttuskipunina. Á miðpalli lögréttu hlutu allir norðlenzku
goðarnir 12 setu; því átti einn maður þar sæti fyrir hvert
forráðsgoðorð, svo fullur jöfnuður yrði milli fjórðung-
anna.
Þótt þess sé ekki beinlínis getið í innskotsgreininni,
-að setningin: „Af því skal einn maður þaðan sitja fyrir
forráðsgoðorð, að þeir goðar vildu allir setið hafa“, eigi
við lögréttuskipunina, er það sjálfgefið. í dómum áttu
^oðar ekki sæti. Jafnvíst verður það og, að orðin: „þeir
goðar“ vísa til norðlenzku goðanna, en „þaðan“ til fjórð-
unganna þriggja, sém nefndir eru í lok næstu setningar á
undan. I íslendingabók segir Ari einnig berum orðum, að
lögréttuskipunin hafi verið jöfn úr öllum fjórðungum.
í'að er því auðsætt, að samkvæmt tali hans, og hér er það
^yggjandi, hafa nýju goðorðin utan Norðlendingafjórð-
ungs borið heitið: forráðsgoðorð.
Myndun orðsins „forráðsgoðorð“ er í fyllsta samræmi
Vlð notkun þess. 1 fornmáli voru finnast þess fjölmörg
óæmi, að réttarathöfn sú, að fara með völd í umboði eða
veita forstöðu annara eignum, eru ,,forráð“ kölluð. Nær-
tækasta dæmið kemur fyrir í Þingskapaþætti, þá er lög-
gjafinn greinir frá því, að í forföllum skuli goðarnir fela
öðrum fyrir sína hönd að setja niður dómendur 1 fjórð-
ungsdóm „og skal hvers þeirra forráð jafnrétt, er þá er
tiltekinn“.13 Nú er það einmitt einkenni uppbótargoðorð-
anna, að handhafar þeirra á Alþingi nefna sinn manninn
hver til fimmtardómsetu í umboði' goðanna, sem áttu þau.
Það er því ofureðlilegt, að goðorð þessi hlytu heitið for-
vaðsgoðorð, til aðgreiningar frá öðrum löggoðorðum, sem