Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 149
Skírnir]
Inniluktar þrár.
147
an, þ. e. a. s. þeir, sem færðu hana í letur — „ok þótti
honum vel fara ok vitrlega".
Skarphéðinn gerir ráð fyrir því í viðtali við móður
sína, að konur sé uppnæmar. Hann segir: „Eigi höfum
vér kvennaskap, svá at vér reiðimst af öllu“. Það er satt,
að konur eru svo skapaðar að líffærum, að þær eru við-
kvæmari en karlar. En konur geta þó stundum og sumar
þeirra setið á sér, sem s.vo er kallað, verið dular í skapi
og lagt hömlur á þrár sínar eða jafnvel læst þær inni í
einrúmi. Dæmi um þess konar hátterni finnast í sögum.
Guðrún Ósvífursdóttir sat á hefnigirni sinni í 12 ár, segir
sagan, en fyrst sneri hún reiði sinni og harmi í viðsjált
bvos, þegar Bolli bóndi hennar var veginn.
Þar áður var Áslaug uppi, dóttir Sigurðar Fáfnis-
kana. Hennar kynkvísl þótti lengi merkileg.
Nokkur hluti kvenþjóðar vorrar á ætt sína að rekja
G1 Áslaugar Brynhildar dóttur, sem Heimir bar í hörp-
unni á Norðurlönd. — Áslaug var konungborin og drottn-
ingarættuð, en komst í svo krappan stað, að hún varð
niðursetningur hjá karli og kerlingu á Spangarheiði, sem
^nyrt höfðu fóstra hennar. Svo bar við, að matsveinar
Ragnars konungs loðbrókar komu á land að gera brauð í
kotinu á Spangarheiði. Og þeim varð svo starsýnt á Ás-
iaugu, þó að lítt væri búin, að þeir skaðbrenndu brauðið
i bakstrinum. Konungi þótti þessi matreiðsla vítaverð. En
hann gaf reiði sinni ráðrúm, þegar hann heyrði orsökina.
Hann gerði Áslaugu orð, að hún kæmi á sinn fund, hvorki
klædd né óklædd, ekki einsaman og þó fylgdarmannslaus,
hvorki mett né ómett. Þannig hugðist Ragnar mundi
kanna vitsmuni Áslaugar. Hún kom til skips þannig,
næsta dag, að hún hafði vafið um sig urriðaneti, en þar
utan yfir féll hár hennar niður á ökla, hundur fylgdi
henni, og hún bergði á lauk áður en hún fór að heiman.
Það er líklegt, að skáldgáfa þjóðar vorrar hafi búið til
bessa frásögu eða þá sagnaritararnir. En hvað sem því
hður, hefir kvenþjóð vor, eða nokkur hluti hennar, sagt
si£ í ætt Áslaugar á þann hátt, að báðar hafa haft til
10*