Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 101
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkin.
99
lærður vinur minn hér sagði við mig nýlega, þegar Púsj-
kín barst í tal: „Eg hefi haft mikið fyrir að læra rússn-
esku, en þó eg ekki hafi haft annað upp úr því, finnst mér
Það hafa borgað sig, því að nú get eg lesið Púsjkín á
íi'ummálinu“.
Að lokum hefi eg leyft mér að þýða nokkur kvæði
Púsjkíns sem sýnishorn. Fyrst kvæði úr þjóðtrú Rússa —
lýsing á ferð í stórhríð, þar sem ferðamennirnir þykjast
sJá illa anda í hríðinni. Þá kemur eitt af frægustu ástar-
kvæðum Púsjkíns til frú Kern, og loks kvæðið „Spámað-
urinn“, þar sem Púsjkín hefir sótt efnið úr biblíunni, en
°fíð svo sjálfur við. Þetta kvæði telja sumir eitt af beztu
kvæðum á rússnesku. Það stendur í sambandi við nokkur
°unur kvæði hans, þar sem hann talar um köllun skáld-
anna — þeir eiga að vera spámenn og brautryðjendur
Þjóðanna.
1. VOFUR.
Skýin þjóta, skýin fléttast,
skyggja á tunglið, myrk og grimm,
snjóhríðin mér þykir þéttast,
þungt er loftið, nóttin dimm;
nauðugt er mér keyra, keyra,
klingir bjallan: gling—gling—gling —
og mér ógnar alltaf meira
endalausa sléttan í kring.
Áfram, kúskur! — „Ófært, herra!
alltof þungt fyrir nokkurn hest.
Þó ætti’ ég að sálgast, — og annað verra —
ekkert spor hér lengur sést —
augun snjóklesst — úti á sléttum
illar vofur sveima hér,
villtir erum frá vegi réttum,
veit ég ei, hvað gera ber“.
„Líttu á þarna! sko, — sig skælir
skrattinn — hrækir, blæs mig á,
7*