Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 230
228
Ritfregnir.
[Skírnir
Kristján hinn tíundi, konungur íslands. 1912—1937. Minning-
arrit. Eftir prófessor Guðbrand Jónsson. Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h.f. — Reykjavík 1937.
Þetta minningarrit um 25 ára ríkisstjórn konungs vors er út-
gefanda og landi voru til sóma. Segir þar fyrst frá ætt konungs og
fyrirrennurum á ríkisstóli, uppeldi hans, námi og undirbúningi
undir stjórnarstörfin, ferðum hans, kvonfangi og þátttöku í ríkis-
stjórn, meðan hann var ríkiserfingi. Síðan frá konungdómi hans,
daglegum störfum, háttum og dagfari. Loks er vikið á stjórn hans
á landi voru og sérstaklega að lausn sambandsmálsins, fjórum
heimsóknum konungs hingað og allri góðvild hans til lands vors og
þjóðar. Allt er þetta skemmtilega skrifað, svo sem höfundi er lagið.
I bókinni eru á annað hundrað myndir úr lífi konungs, og er
meira en helmingur þeirra frá dvöl konungshjónanna hér á landi.
Allur frágangur bókarinnar er hinn ágætasti. G. F.
LjóSmæli. Eftir Matthías Jochumsson. 3. heildarútgáfa, mikið
aukin. Útgefandi: Magnús Matthiasson. Reykjavík 1936. (Með
mynd og sýnishorni af rithönd skáldsins. XVI + 968 bls.).
Flestar menningarþjóðir keppast um það að eiga góðar og bó
tiltölulega ódýrar útgáfur af verkum höfuðskálda sinna, svo að
almenningur geti eignazt þau og lesið sér til hugsvölunar og sálu-
bótar. Vér íslendingar höfum og að jafnaði ástundað þetta eftir
föngum. Þó var eftir að gera því skáldinu full skil, sem fremur
öllum öðrum verðskuldaði nafnið þjóðskáld og hafði í ljóðum sín-
um tekið meiri þátt í lífi og kjörum þjóðar sinnar en nokkurt
skáld annað, en það var Matthias Joehumsson. Að vísu höfðu kom-
ið tvær útgáfur af ljóðmælum hans og tvisvar sinnar úrval, en
hann kvað og þýddi fjölda kvæða, af andríki og krafti til hinztu
stundar, þau 14 ár, er hann lifði eftir að Östlunds-útgáfan kom út
(1902—1906), og sú útgáfa var á sínum tíma að ýmsu leyti ófull-
komin og vantaði margt í hana. Það var því mikið verkefni og ekki
auðvelt að gefa öll ljóðmæli Matthíasar þannig út, að almenningi
yrði kleift að' eignast þau.
Það er því þrekvirki, er Magnús Matthíasson hefir í einu fögru
og handhægu bindi gefið út öll frumort ljóðmæli föður síns, þau
er til hefir náðst, allar þýðingar hans á sérstæðum kvæðum og
sýnishorn af hinum stærri heildarþýðingum hans, svo sem „Frið-
þjófssögu“, „Manfreð“, „Brandi“, „Bóndanum". Þetta hefir tekizt
með því að haga útgáfunni likt og Englendingar gera um verk þjóð-
skálda sinna, hafa fremur smátt og þó skýrt letur, þunnan en góðan
pappír og nota hverja blaðsíðu til fulls. Með því að fara lauslega
yfir þetta mikla verk hefir reynd mín orðið sú, að eg venst út-
gáfunni vel. Mér þykir afarvænt um að geta nú með einu hand-