Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 71
Skírnirl
Goðorð forn og ný.
69
Þess er hvergi getið, hvar Guðmundur son Eyjólfs
halta eða niðjar hans hafi búið, fyr en þeir séra Jón í
Holti og Guðmundur dýri koma til sögunnar, en í Ljós-
vetningasögu fáum vér allskýra bendingu um þetta.23
Laust eftir miðja 11. öld var látin fara fram í Laufási
járnburður til úrskurðar í deilumáli á milli Eyjólfs halta
°g Ljósvetninga, „enn sá prestur hét Ketill, er gerði
skýrsluna, er kallaður var Möðruvellinga-prestur". Það
111 á nú auðsætt vera, að Laufás er valinn til athafnarinn-
ar sökum þess, að þar var prestssetur, en viðurnefni
klerksins ber því gleggst vitni, að hann hafi verið í þjón-
ustu Möðruvellings, þó ekki Eyjólfs halta, sem var aðili
u^álsins og búsettur í annari sveit. I sögu Guðmundar dýra
er skýrt frá því, að Þórður Þórarinsson hálfbróðir hans
hafi búið í Laufási. Hann var kallaður Laufæsingur og
mun Því vera þar upprunninn. Verður að ætla, að hann
hafi alizt upp hjá móður sinni og stjúpföður, Þorvaldi
auiðga, sonarsyni Guðmundar Eyjólfssonar. Þegar þess nú
ennfremur er gætt, að goðorð gekk í ættinni, má telja
uicira en líklegt, að hér sé fundið „Laufæsingagoðorð“
NJáluhöfundar.
Um uppruna Melmannagoðorðs tala heimildirnar
stýiai’a máli. Vér vitum, að hin fornu goðorð í Húna-
vatnsþingi voru: Langdælagoðorð, sem gekk í ætt Ævars
etilssonar, Vatnsdælagoðorð, er niðjar Ingimundar hins
k^mla áttu, og loks ættargoðorð afkomenda Auðunnar
skökuls -— Víðdælagoðorðið.24 I byrjun 11. aldar virðast
afa farið með goðorð þessi: Húnröður Vefröðarson Æv-
aissonar á Móbergi, Þorkell krafla að Hofi í Vatnsdal og
oivaldur Ásgeirssoni á Ásgeirsá, sem kominn var í bein-
an karllegg frá Auðunni skökli. Öld síðar er svo að sjá,
sem Æverlingurinn Hafliði Másson, sonarsonur Húnröð-
ai á Móbergi, eigi öll þessi goðorð. Hann bjó þá á Breiða-
0 ss^að í Vesturhópi og rekumst vér síðar á allmarga af
Hiðjum hans þar og í nærsveitunum, sem áður höfðu lotið
yfirráðum Viðdælagoða.
í vestanverðu Húnaþingi hefir auðsjáanlega verið