Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 63
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
61
skipunina. Hér er vissulega um afritaramistök að ræða
og þau harla auðskilin. Svo sem kunnugt er, var hinni
fornu dómaskipun gjörbreytt um 1270. f stað fjórðungs-
dóma og fimmtardóms fer nú lögréttan með dómsvaldið
og alþingi og lögrétta verður brátt eitt og hið sama í með-
vitund og málvenju þjóðarinnar. Lögréttumenn eru nú
ekki lengur „skipaðir", heldur „nefndir". Á síðustu ára-
tugum 18. aldar á orðið alþingisnefna því með réttu við
lögréttuna. Þess vegna hefir afritara lögréttuþáttar orð-
ið það á að skipta um orðin lögréttuskipun og alþingis-
nefna. Kemur hér fram samskonar ónákvæmni í orðavali
eins og í Grettissögu, þá er vorþingdómur í Hegranes-
þingi er kallaður „lögrétta“,10 og í því, að orðið lögmað-
ur er oft notað í sömu merkingu sem lögsögumaður. Fleiri
dæmi mætti nefna, en þess gerist ekki þörf, svo augljóst
sem þetta mál er.
Vér höfum nú séð, að heimildunum ber í einu og öllu
saman um það, að hin fornu og fullu goðorð hafi verið 38
uð tölu eða 9 í hverjum fjórðungi. Og um réttindamun
þeirra á milli er ekki að tala á sviði dómsvaldsins. Jafn-
framt er það skýlaus staðreynd, að þau 3 norðlenzku lög-
goðorð, sem tekin voru upp um 963, teljast í flokki hinna
nýju goðorða. Ef svo hefði ekki verið, væru lagafyrirmæl-
in um nefnu í fimmtardóm ekki aðeins villandi, heldur bein-
línis röng, því að þar segir berum orðum, að í fimmtardóm
skuli nefna 12 menn úr hverjum fjórðungi, 3 fyrir hin
nýju goðorð og 9 fyrir hin fornu. Hitt nær vitanlega engri
átt, að 3 af þeim 39 löggoðorðum, sem til voru í landinu
áður en fimmtardómur var lögleiddur, hafi verið sett hjá
við 48 manna dómnefnu. Þar sem aðeins 3 tylftir fimmtar-
dómsins skyldu dæma í hverju einstöku máli, sýnir ein-
witt þessi háa tala, að umrædd goðorð hafa hlotið hlut-
deild í dómnefnunni. Til þess að jafnrétti mætti haldast
oiilli fjórðunganna, hefir verið bætt við 9 goðorðum til
uppbótar, þá er fimmtardómslög voru sett. Aðra nauðsyn
gat ekki til þess borið að „nefna“ 48 dómendur í 36 manna
dóm.