Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 80
78
Goðorð forn og ný.
[ Skírnir
ur Gissurarson veitti Kolbeini og allir Haukdælir og Svín-
fellingar og Guðmundur digri. En Oddaverjar veittu
Sturlungum og Önundur Þorkelsson og mágar Þórðar,
Einar brúður og Flosi og Ögmundur sneis, Þórður Böðv-
arsson og margir aðrir“.14 Þessi málsgrein í Sturlungu
tekur af allan efa um það, að Flosi prestur hefir haft
mannaforræði á hendi, því að hér eru aðeins taldir upp
stórhöfðingjar og goðorðsmenn.
Oddaverjar þeir, sem um þessar mundir áttu goðorð,
voru Jón Loftsson og launsynir hans, Ormur Breiðbæl-
ingur og Páll, sem á nefndu ári varð biskup. Á öðrum
stað er það beinlínis tekið fram, hvert verið hafi goðorð
Orms. Það var Dalverjagoðorð og mun Kolskeggur hinn
auðgi Eiríksson í Dal hafa fengið Ormi það í hendur.43
Goðorð þau, sem þeir feðgar Jón og Páll fóru með, eru
því eflaust komin úr ættum Sighvatar rauða og Ketils
hængs. Má nú greina þau í sundur.
Þess er þá fyrst að minnast, að Páll biskup hafði tek-
ið við goðorði alllöngu fyrir andlát föður síns 1197.40
Bendir þetta til, að goðorðið muni ekki vera komið úr
föðurætt biskups, heldur frá móðurfrændum hans, en Páll
var að móðurkyni 9. maður frá Sighvati rauða. Þórhall-
ur á Hlíðarenda, faðir Þorláks biskups helga og Ragnheið-
ar, móður Páls biskups, átti Höllu Steinadóttir, Steina-
sonar, Þórðarsonar, Steinasonar, Þórðarsonar, bræðrungs
Marðar gígju.07 Segir í sögu Þorláks biskups, að Halla
hafi verið „góðrar ættar og göfugra manna fram í kyn“,
og er það sízt ofmælt. Hefir sennilega goðorði Sighvatar
niðja verið skipt þegar eftir dauða Marðar gígju og þeir
frændur hans, Þórður forfaðir Páls biskups og Þráinn
Sigfússon, hlotið sinn helminginn hvor. Kemur þessi goð-
orðsdeiling öldungis heim við það, að á 12. öld eru goð-
orðin í Rangárþingi 4 og má rekja sögu þeirra frá 1195
til þess landið komst undir Noregskonung.
Hofverjagoðorð hið forna, sem eflaust hefir haft
langstærsta þingmannasveit, hlaut Sæmundur Jónsson
að föður sínum látnum. En eftir dauða Sæmundar 1222