Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 114
112
Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála. [Skírnir
skjalasafni). Sænsku fornritin, frá tímanum á undan siða-
skiptunum, voru þá líka að mestu leyti geymd í ýmsum
skjalasöfnum, en eitt meðal þeirra helztu hlýtur B. sjálf-
ur að hafa átt (Om styrilsi konunga ok höfdinga“)- —
Þegar hann nú bar saman öll þessi rit, og auk þess kynnt-
ist fleiri og fleiri rúnasteinum, þótti honum auðsætt að
þau væru öll rituð á sama málinu. Muninn í stafsetningu
hlýtur hann að hafa álitið lítilvægan. — Þetta gamla mál
kallar hann „gothiska" eða — á latínu — lingua Sueo-
gothica“. Kemur það samt fyrir, að hann notar lýsingar-
orðið „sænskur“ um allt saman. Svo t. d. segir hann, að
Bók Orms Snorrasonar, sem var skrifuð á íslenzku —
hún er nú því miður glötuð —, sé rituð á „rátt gammal
Svánska“.
Nöfnin „gotiska“ og „sueogotiska (svio-)“ eru að
kenna þeim sögulegu rannsóknum sem var getið hér fyrir
ofan. „Gotum“ og „Götum“ var ruglað saman. „Gotarnir"
voru, eins og þekkt er, þjóð sem í fornöld reikaði víða um
löndin, og meira að segja sigraði sjálft Rómaveldi. En
„götar“ eru, eins og allir vita, íbúarnir í tveimur sænsk-
um héruðum (Váster- og Östergötland). Deilum vísinda-
manna er ekki enn lokið um hvort þessi bæði nöfn í raun
og veru einhvern veginn heyra saman. (Væri ekki fyrir
því víst að báðar þjóðirnar væru sama þjóðin eða
einu sinni náskyldar, þó að sumir haldi svo enn.) Þjóð-
skrumurum á dögum Bures var nú það augljóst, að Svía-
þjóðin gæti með réttu tileinkað sér bæði nafnið „gotar“
og þau afreksverk, sem t. d. forngrísk og rómversk rit
vissu frá að segja í þeirra garð. „Götar“ og „gotar“ urðu
alveg sama.
Það er aldrei fjarlægt yngri kynslóðum, sem þykjast
betur vita, að finna yfirlætislega að skoðunum fyrri tíðar
manna. En rétt álit á því liðna fæst aldrei án alvarlegra
tilrauna til að skilja skilyrði og kosti tímabilsins. Hver
maður er í flestu barn sinnar tíðar. Hvað sem við kemur
því máli sem nú er til umræðu, þá var sú skoðun, að gömlu
handritin væru öll skrifuð á sama máli, svo eðlileg, að