Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 168
166
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
[ Skírnir
hélzt þessi trú enn, og mun varla vera örgrannt um, að
hún lifi enn í dag með þjóðum, sem telja sig kristnar.
En þótt Hallur væri forlagatrúarmaður, var hann þó
ekki rammari í þeirri trú en svo, að hann vildi gefa skyn-
seminni rúm og gera allt, sem gert varð, til þess að reyna
að umflýja hin ásköpuðu örlög. Hann vill að minnsta kosti
gæta allrar varúðar, eins og nú segir:
„Veizlan var nú búin at vetmáttum. Kom þar fátt
boðsmanna, því at veðr var hvasst ok viðgerðarmikit. En
er menn settust til borðs um kveldit, þá mælti Þórhallr:
„Biðja vildi ék at menh hefði ráð mín um þat at engi maðr
kæmi hér út d þessi nótt, því at mildl mein muhu hér á
liggja, ef af þessu er brugðit, ok hverigir hlutir, sem verða
í bendingum, gefi menn eigi gaum at, því at illu mun
furða, ef nokkurr anzar til“. — Hallur bað menn halda orð
Þórhalls, „því at þau rjúfast ekki“, segir hann, „ok er um
heilt bezt at búa“.
Hér mætti máske skjóta inn þeirri athugasemd, hvort
ekki væri hugsanlegt að Þórhallur, jafn skýr maður og
gjörhugull, hafi verið veðurglöggur og haft eitthvert hug-
boð um, að háski nokkur gæti stafað af veðurfari því, sem
þá var um kveldið og áður er lýst að nokkru, og því hafi
hann viljað taka mönnum vara á að fara „út á þessi nótt“.
Nú segir svo í sögunni: „Þiðrandi gekk um beina;
var hann í því sem öðru mjúkr ok lítillátr. — En er menn
gengu at sofa, þá skipaði Þiðrandi gestum í sæng sína,
en hann sló sér niðr í sæti yztr við þili“.
Frásögnin er hér sem annars staðar í þættinum skýr
og greinileg, svo sem mest má verða, og svo nákvæm, að
getið er jafnvel allra smáatvika eins og þessa, hvar „hann
sló sér niður“, en það var ekki einskis vert. — „Yztur við
þili“ verður ekki skilið öðru vísi en svo, að Þiðrandi hafi
kastað sér niður sem næst þilinu, sem vissi út á hlaðið,
eða sem næst útidyrum, hvort sem nú verið hafa karldtjr
eða brandadyr. Þegar rætt er um húsaskipun á bæjum er
sú málvenja bæði forn og ný að kalla út, það sem veit að
bæjardyrum, eða út á hlaðið, en inn táknar stefnuna frá