Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 59
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
57
Samkvæmt lögskýringu í tíundarlögum var goðorðið
„veldi“, „en eigi fé“3 og kjarni eða þungamiðja þessa
veldis van einmitt sá réttur, að „nefna dóma á þingum“.4
Kemur þetta öldungis heim og saman við það, að í laga-
máli eru aðeins þau goðorð talin „full“, sem hlutdeild
höfðu, bæði í fimtar- og fjórðungsdómum. Þau ein nutu
fullrar þátttöku í allsherjarstjórn.
Svo sem ráða má af niðurlagsorðum framanskráðrar
greinar um nefnu í f jórðungsdóma, fór 1 maður með hvert
goðorð fornt og fullt á alþingi, þótt það kynni að vera í
eigu fleiri manna. Hin almenna regla um meðför goðorða
á þingum birtist og á öðrum stað í Þingskapaþætti og
hljóðar svo: „Ef þeir eiga 2 goðorð saman, og skal hinn
sami með fara 3 þing, vorþing, alþingi og leið. Þá skulu
þeir skipta á leið háðri“.5 Hefir þessi regla óefað gilt jafnt
um ný sem forn goðorð. Þegar nú þess er gætt, að 1 mað-
ur átti sæti í fimmtardómi fyrir hvert hinna fornu goðorða,
mái það heita sjálfgefið, að dómendatala nýju goðorðannn
hafi verið ákveðin á sama hátt. Munum vér og brátt ganga
úr skugga um það, að eftir að fimmtardómslög voru sett,
er tala goðorðanna jöfn dómendafjölda fimmtarréttarins;
goðorðin alls 48, forn og full goðorð 36, en 12 ný.
Svo sem alkunnugt er, var fimmtardómur lögleiddur
laust eftir aldamótin 1000 í lögsögumannstíð Skafta Þór-
oddssonar (1004—1030).6 Tólfþingaskipunin, sem við er
Uiiðað í framanskráðri lagagrein um nefnu í fjórðungs-
dóma, hlýtur að vera nokkru eldri. Það vill nú svo vel til,
að náið má kveða á um það, hvenær í fyrstu var frá henni
vikið með upptöku nýrra goðorða.
Er Ari hinn fróði í Islendingabók sinni hefir greint
frá deilu þeirra höfðingjanna Tungu-Odds og Þórðar gell-
is útaf brennunni í Örnólfsdal, kemst hann þannig að
oi’ði: „Þá var landinu skipt í fjórðunga, svo að 3 urðu þing
í hverjum fjórðungi, og skyldu þingunautar eiga hvar sak-
sóknir saman, nema í Norðlendingaf jórðungi voru 4, af því
að þeir urðu eigi á annað sáttir. Þeir, er fyrir norðan voru
Eyjafjörð, vildu eigi þangað sækja þingið, og eigi í Skaga-