Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 125
Skírnir] Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi.
123
Á kolum (viðarkolum) var enginn hörgull þar í landi.
Um hinar efnivörurnar var allt miklu erfiðara.
Saltpétur þurfti að fá framan af frá öðrum þjóðum,
og gat það orðið mjög torsókt, einmitt á styrjaldarárum.
Konungur lagði því þegar allt kapp á að efla saltpét-
urssuðu í ríki sínu, og varð brátt furðanlega ágengt í
þessu efni.
Langerfiðast var um brennisteininn, enda engin
furða, þegar þess er gætt, að hann varð að flytja yfir
Vestur-Evrópu eða Norður-Þýzkaland. Af hálfu Dana-
konungs og bandamanna hans var að sjálfsögðu allt gert,
sem í valdi þeirra stóð, til þess að girða fyrir allan flutn-
ing brennisteins til andstæðinga þeirra norðan og vestan
Eystrasalts. En aldrei mátti það samt öruggt kalla, að
skip kynnu ekki að flytja Svíum þenna varning, og þá
helzt yfir Vesturhaf, eða jafnvel um Eystrasaltslöndin að
austan, hin nyrðri.
Eiríkur Svíakonungur hefir bersýnilega haft opið
auga fyrir þessutti bresti og óvissu í herbúnaði sinna
manna, enda vann hann, sem hann mátti, að því að ráða
bót á þessu. Raunar er þess að geta, að reynt hafði verið
að vinna brennistein í Svíaríki fyrir ríkisár Eiríks kon-
ungs; hafði verið byrjað á þessu árið 1542 og unnið sam-
fara námugrefti (í koparnámum). Og í sjöárastyrjöld-
inni var allt kapp á þetta lagt, en árangurinn reyndist
ekki eftir vonum manna. Varð það því skjótlega bert, að
það var beint skilyrði fyrir framhaldi hernaðarins af Svía
hálfu, að gerð væri ráðstöfun til þess að tryggja flutning
á þessu efni til landsins. Og virðist þá jafnframt ljóst,
hvað vakað hafi fyrir Eiríki konungi, er hann leitaði til
íslendinga um konungdóm þar í landi, þótt í fyrsta áliti
virðist undarlegt og jafnvel draumórakennt.
Mest kvað auðvitað að brennisteinsnámi um þessar
ttiundir í eldfjallalöndum; þar var hann mestur og auð-
unnastur, og þar fekkst hann jafnvel alveg hreinn. í Ev-
rópu komust í þessu efni Suður-Ítalía og Sikiley í fremstu
r°ð, og það er varla tilviljun, að um þær mundir sem