Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 208
206
Ritfregnir.
[Skírnir
að bókin hefir selzt furðu greiðlega. Á titilblaðinu stendur, að
bókin sé prentuð eftir þeim réttustu og elztu lögbókum, sem feng-
izt gátu, en mjög telur próf. O. L., að Jóni lögmanni hafi missýnzt
í þessu efni, því að handritin hafa hvorki verið gömul né góð, hafa
verið nýleg, þegar prentað var eftir þeim og textinn miklu ::jær
þeim upphaflega Jónsbókartexta heldur en texti ýmissa annara
handrita, sem enn eru til.
Eftir þessari útgáfu lögbókarinnar hafa allar síðari útgáfur
verið prentaðar, nema hin síðasta, sem Ólafur Halldórsson gaf út
1904 eftir elztu og beztu handritum, sem nú eru íil. Þessi texti
varð þvi hinn viðurkenndi lagabókstafur, sem valdsmenn og dóm-
arar fóru eftir. Að þessu leyti má telja hana með merkustu bók-
um, sem út hafa verið gefnar hér á iandi.
Jónsbók var fyrsta veraldlega bókin, sem prentuð var á ís-
lenzku. Fram að þessu höfðu íslendingar aðeins tekið prentlistina
í þjónustu kirkjunnar. Skömmu áður en bókin var prentuð, 'brotn-
aði prentþröngin í Hólaprentsmiðju. Fékk þá Guðbrandur biskup
nýja prentþröng frá útlöndum og sendi um leið prentara :;inn, Jón
Jónsson, til Danmerkur, til þess að fullnuma sig í iðn sinni. Um
leið útvegaði Jón prentari nýtt letur til prentsmiðjunnar, því að
letur hennar var þá orðið mjög slitið og úr sér gengið, svo :;em
sjá má af bókum þeim, sem þar voru prentaðar áður. Jónsbók var
fyrsta bókin, sem prentuð var með hinu nýja letri, og letrið á henni
því hreinna og óslitnara en á flestum bókum islenzkum frá cama.
tima. En mjög fer því fjarri, að prentunin fullnægi þeim kröfum,
sem nú eru gerðar til bóka. Þetta stafar að nokkru leyti af því, að
notað letur hefir verið keypt til prentsmiðjunnar, en þó veidur
hitt meiru, að prentlistin var í hinni mestu niðurlægingu um þess-
ar mundir. Bækur þær, sem pi entaðar voru fyrstu hálfa öldina
eftir að prentlistin var fundin upp, eru forkunnarvel prentaðar,
og það svo, að vandaðar bækur, sem nú eru prentaðar, jafnast
ekki á við þær að sumu leyti; auk þess voru þær jafnan prentaðar
á góðan pappír. Fyrstu prentararnir leituðust við að láta bækur
sínar likjast sem mest skrifuðum handritum, t. d. var venja að
hafa eyður fyrir upphafsstöfum, og voru þeir síðan dregnir upp
með ýmsum litum. En á 16. öld var hætt að hugsa um útlit bók-
anna, pappirinn varð verri og ekki fengizt um, þó að ietrið væri
loðið og slitið. En þó að elztu bækur vorar séu engin listaverk að
ytra búningi (þar sker Guðbrandsbiblia sig þó úr), komast :nenn
þó í eitthvert hátíðaskap við að handleika þær, menn taka ekki á
þeim eins og öðrum bókum. Því býst eg við, að mörgum muni þykja
mikill fengur að fá nákvæma eftirmynd af þeim í bókaskápinn sinn.
Nokkur eintök af þessari lögbókarútgáfu voru prentuð á
skinn, er eitt slíkt eintak í konunglega bókasafninu í Kaupmanna-