Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 185
Skírnir]
Ura örnefnarannsóknir.
183
inn þá fallið brott. Með þessum hætti munu beinar nafn-
giftir hafa myndazt. Auðvitað er ekki unnt að hugsa sér
ákveðna stund, sem svona nöfn hafi myndazt á, né held-
ur hefir verið um neina eiginlega nafngjöf að ræða. —
Lítum aftur á móti á fjallsnafn eins og Kofri, sem þýðir
eiginlega skinnhetta. Auðsætt er af eðli þessa nafns, að
það hefir orðið til á ákveðinni stundu, við ákveðið tæki-
færi, þótt liðið hafi ef til vill nokkur tími, unz það festist
við fjallið. Þannig hafa óbein nöfn jafnan orðið til. En
beinar nafngiftir hafa einnig stundum orðið til á
ákveðinni stundu og við ákveðið tækifæri. Til dæmis má
nefna Imbuhól í Landsveit; hlaut hann nafn sitt af því,
að þangað fylgdi stúlka ein vinkonu sinni, er komið hafði
í heimsókn til hennar.
Ef litið er á hinar ýmsu ástæður fyrir tilurð nafna
°g vitnisburð nafnanna um það, hvað hafi einkum vakið
nthygli fólks og hvernig litið hafi verið á það, eru eink-
nni hinar óbeinu nafngiftir (samanburðarnöfn) athyglis-
verðar og lærdómsríkar.
Gildi örnefna fyrir þjóðfræðina. — Hugtökin. kyn-
stofn (Rasse) og mál — eða þjóð og mál — þurfa eigi að
v^ra hliðstæð eða samsvarandi, þannig að þau tákni að-
eins tvær hliðar eins og hins sama. Kynflokkar blandast,
án þess að tungurnar breytist — svo að nokkru nemi að
niinnsta kosti —. Þannig hafa t. d. Norður-Þjóðverjar
blandazt Slöfum án þess að skipta um tungu, og Lappar,
sem eru óskyldir Finnum, hafa tekið upp finn-úgrískt mál.
Ef víst væri, að engin veruleg kynflokkabreyting
hefði átt sér stað frá öndverðu á mið- og suðurhluta Skand-
inavíuskagans, mætti gera ráð fyrir, að hinir elztu Norð-
lu'landabúar hefði talað tungu, er Norðurlandamálin nýju
væri komin frá. En um það er engin vissa. Þrátt fyrir
ýnisan ágreining eru fremstu mannfræðingar og forn-
^injafræðingar sammála um, að sums staðar á Skand-
biavíuskaganum, að minnsta kosti, hafist við þegar á
■ýngri steinöld fleiri en einn kynflokkur. Einkum í suður-
°g vesturhéruðum skagans og í Danmörku verður vart