Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 25
Skírnir]
Njála og- Skóg-verjar.
23
og stíllinn er óvenjulega svipmikill og óspilltur. Það dylst
ekki, að þýðandinn hefir haft fullan skilning á ofurmann-
legu kappi þessa Makedóníumanns. „Þar mátti þá marka,
hversu mikit flestir unna sínu fóstrlandi“, segir á einum
stað, „þeir Grikkirnir váru nú fúsir til at fylgja konungi ok
berjask með honum sér til fjár ok metnaðar, en allir af
þeim í svá miklum her nema einn, þá settu augu sín aptr
um skut, meðan þeir máttu nökkurn vita sjá til fóstrjarðar
sinnar. Konungr sjálfr leit aldregi aptr til landsins, svá
var honum mikil fýst á at berjask við Darium konung, at
hann gleymði þegar fóstrlandi sínu, ok var þar eptir móðir
hans ok systr; en þegar er konungr sá, at Asía kom upp
fyrir stafn fram, þá gladdisk hann svá mjök við, at gleðinni
varð næsta rúmfátt í brjóstinu...“ „Frammi fyrir ölium
merkjum,“ segir á öðrum stað, „var einn ungr maðr á hesti
þeim, er Búcifal heitir, ekki dælligr bleyðimönnum undir
brún at líta. Þat var sjálfr Alexander Macedo.“ Um frægð
Akkillesar eru þessi orð lögð Alexander í munn: „ ... mikil
sæmð var honum í því, at sigra svá mikinn kappa sem
Ektor var, en þat þykkir mér honum þó mestr sæmðar-
auki verit hafa, at svá góðr klerkr sem Hómerus var gerði
bók um hans stórvirki, þá er allan aldr mun uppi vera.“
Því hefir tvívegis verið skotið fram, hvort Brandur
ábóti hafði ekki ritað Njálu. Kálund kveður svo að orði í
íslandslýsingu sinni, þar sem hann fjallar um staðfræði
sögunnar og nefnir í því sambandi klaustrið: „Da sagaen
væsenlig, som vi nu have den, henföres til midten eller
sidste halvdel af det 13de árh., kunde man fristes til at
nævne abbed Brand Jonssön som den sandsynlige forfat-
ter, eller i al fald at betragte sagaen som fremkaldt ved en
af ham vakt litterær virksomhed i klosteret.“ Og Tryggvi
Þórhallsson hefir í grein sinni líka stungið upp á Brandi
- án þess að geta um Kálund og þá líklega óháð honum.
Tímans vegna má Brandur (d. 1264) þó ekki vera
söguritarinn, en hitt er harla trúlegt, að höfundurinn hafi
séð hann. Og bókmenntastarfsemi í klaustrinu, sem Brand-
ur hefir átt þátt í — eins og Kálund minnist á — má vel