Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 75
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
73
nafn Snorra goða og Kálfur faðir hans nafn afa síns.
Hæfir það og vel tímatali, að þannig sé ættin rétt rakin.
Sigríður mun vera fædd um miðja 11. öld, en Snorri um
1100.
Eftir að Hafliða hafði borizt Sigríðargjöfin, sættust
þeir Þorgils heilum sáttum. Hermir sagan, að síðan hafi
þeir staðið „ávallt einum megin að málum meðan þeir
lifðu“.33 Fyrst með gjafaskiptunum er höfuð-orsök óvild-
arinnar rutt úr vegi. Baráttunni um mannaforræði hinna
fornu Víðdæla er lokið að sinni, því sættin er tryggð með
skiptingu hins umdeilda goðorðs. Gömlu óvildarmennirnir
standa héðan í frá „einum megin að málum“. Goðorðið
tengir þá saman.
Að öllu þessu athuguðu er grunur vakinn um það, að
höfundur Bandamannasögu hafi vitað betri skil á upphafi
Melmannagoðorðs en hann lætur fram koma í sögunni.
Og sá grunur fær vissulega styrka stoð í niðurlagsorðum
sögunnar, þá er „stofnandi“ goðorðsins er kvaddur: „Odd-
ur var mikill maður fyrir sér og átti son, er Ófeigur hét,
°g þaðan átti skammt að telja Snorri Kálfsson og þeir
Miðfirðingar".34 Þetta mun vera mergur málsins. Sagan
UIU goðorðsstofnunina náði fyrst tilgangi sínum, þegar á
það var drepið, þótt með röngu væri, að Oddur Ófeigsson
hafi verið forfaðir Melmanna. Um leið var lesandanum
gefin skýr bending um, að Melmannagoðorð hafi ekki ver-
ið gamalt gjafagoðorð og goðorðspartur, heldur erfða-
goðorð ættarinnar, sem risið hafði upp á rústum hins
forna Víðdælagoðorðs.
Svo sem vænta mátti, finnst hvergi í heimildum nokk-
urt atriði til stuðnings kenningu Njáluhöfundar um það,
að Melmanna- og Laufæsingagoðorð eigi rót sína að rekja
til stofnunar fimmtardómsins. Sama máli gegnir og um
^vítanesgoðorðið. Meira að segja má ráða af frásögnum
Njálu sjálfrar, að goðorð þetta hafi verið fornt goðorð.
Þegar Landnáma er tekin til hliðsjónar, verður það
öldungig augljóst, að á söguöld gengu hin fornu goðorð
Rangárþings í ættum þeirra Ketils hængs, Hrafns heimska