Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 174
172
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni? [Skírnir
mikil dirfska að láta sér detta í hug, að Þiðrandi hafi orð-
ið fyrir eldingu. Meðal annars gæti ef til vill vaknað vafi
um það mikilvæga atriði, hvort líft sé manni, sem lostinn
hefir verið reiðarslagi, og hvort líldegt megi telja, að sá
hinn sami hafi þá ekki kostazt meira en svo, að hann hafi
getað verið með fullu ráði og rænu eftir áfallið, og getað
greint frá öllum atvikum, eins og hér er frá sagt um
Þiðranda.
Læknar hafa, sem að líkum lætur, ritað margt um
þessi slys, bæði fyrr og síðar. Eru hér að greinarlokum
nefnd nokkur þau rit, er stuðzt hefir verið við í athuga-
semdum þeim, er hér fara á eftir.
Eins og kunnugt er, leið svo öll fornöldin og miðaldir
allar og langt fram á 18. öld, áður en nokkur skýring
fékkst á því, hvers eðlis elding var eða skrugga. Öndvegis-
þjóðir fornaldar hér í álfu töldu goðin valda, Zevs hjá
Grikkjum (sbr. Homers Oddyseifsdrápa: „hrundinn hyrr-
fleini Mmmjöfurs", en Júppíter hjá Rómverjum, sbr. t. d.
Horaz, odae, I, 2: — „Pater, — et rubenta dextera sacras
jaculatus arces“: og skaut með eldrauðri hægri hönd sinni
á hin helgu vígi, o. m. fl. — Hjá Norðurlandabúum fór
Þór um loftið í reið sinni eins og kunnugt er af Eddu.
Vilja sumir halda því fram, að þessi skortur á skýr-
ingum á þessum fyrirbrigðum (þrumum og eldingum)
hafi, að minnsta kosti meðfram, orðið til þess að halda við
hinni eldri skoðun frá heiðni, þeirri að goð mundu valda,
eða þá einhverjar goðmagnaðar verur, goðmögn eða dísir,
sendar af goðunum, því að það telja menn, að sú skoðun
hafi lifað hjá fólki langt fram eftir öldum, jafnvel löngu
eftir að þjóðirnar voru orðnar kristnar að nafninu til. En
hvað sem um það er, og hvort sem hafa má fyrir satt, að
Benjamín Franklín hafi fyrstum manna komið til hugar
að elding kynni að vera af rafmagnsvöldum, eða að ein-
hverjum öðrum kunni að hafa hugkvæmzt það sama á und-
an honum, þá er þó það víst, að Franklín varð fyrstur til
að sanna rafmagnsuppruna eldingar með hinum alkunnu
tilraunum sínum, og því var um hann kveðið: hann hreif