Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 218
216
Ritfregnir.
[Skírnir
Islandica, Vol. XXV. The problem of Wineland by Halldór
Hermannsson. Ithaca. New-York. Cornell University Press. 1936.
Um ekkert atriði í fornsögunum hefir verið ritað meira en um
Vínlandsferðirnar. Þær frásagnir hafa dregið að sér athygli manna,
enda er það sá atburður í sögu norrænna þjóða, sem næst hefir
komizt því, að hafa áhrif á veraldarsöguna. í frásögnunum um
Vínlandsferðirnar er margt svo óljóst, að þar er ærin rannsóknar-
efni að finna, og þrátt fyrir allt, sem um það mál hefir verið skrif-
að hingað til, þá eru enn skiptar skoðanir um mörg af meginatrið-
um þess máls.
Halldór próf. Hermannsson skiptir þessu riti sínu um Vín-
landsferðirnar í fjóra þætti. I fyrsta þættinum ræðir hann um
söguheimildirnar, sem vér höfum um þessar ferðir, einlcum aðal-
heimildirnar tvær, Eiríks sögu rauða og Grænlendingaþátt, en gef-
ur þó jafnframt yfirlit yfir aðrar heimildir, er minnu máli skipta.
Rekur hann ítarlega efni beggja aðalheimildanna, metur gildi þeirra
og ræðir um uppruna þeirra. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, sem
flestir munu nú orðið hallast að, að Eiríks saga, eða Þorfinns saga
karlsefnis, sem hún ætti að heita að réttu lagi, sé miklu betri heim-
ild en þátturinn. Færir hann mörg rök að því, að sagnirnar um
ferðirnar hafi varðveitzt vel í sögunni, og rekur hann þá arfsögn
til Guðríðar Þorbjarnardóttur og afkomenda hennar og telur enda
líklegt, að Brandur biskup Jónsson, sem var af þeirri ætt, hafi. rit-
að söguná. Aftur á móti gerir hann lítið úr heimildagildi þáttarins
og telur frásagnirnar í honum mjög úr lagi færðar.
I öðrum þættinum víkur höf. að minjum þeim um norræna
menn, er menn hafa þótzt finna frá fyrri tímum á meginlandi
Ameríku. Eru þær eins og kunnugt er margvíslegar, rústir og rúna-
steinar, norræn áhrif í goðsögnum, rétti og íþróttum Indíana, jafn-
vel hjá Aztecunum í Mexico. Er Kensington-steinninn i Minnesota,
með ristu, sem á að vera frá 1936, einna kunnastur af þessum ímynd-
uðu minjum. Um alla þessa fundi hefir farið á eina leið, enginn
þeirra hefir staðizt vísindalega gagnrýni og þeir gefa því engar
upplýsingar um ferðir norrænna manna til Vesturheims.
Þriðji þátturinn í bókinni er um ferðirnar frá landfræðilegu
sjónarmiði. Staðfræðin í sögunum er ekki alltaf sem ljósust og hef-
ir menn greint mjög á bæði um leiðirnar, sem farnar hafi verið,
og hvar ýmsra þeirra staða, sem sérstaklega er getið, sé að leita.
Höf. kemur að ýmsu leyti fram með nýjar kenningar um þetta og
virðist rökstyðja þær vel og rækilega.
í síðasta þættinum er svo loks rætt um þau áhrif, er ferðir
þessar hafi haft, um fund Vesturheims síðar, og er þar m. a. vikið
að þeirri spurningu, hvort Columbus muni hafa kynnzt frásögnun-
um um Vínlandsferðirnar. Niðurstaða höf. er sú, að engin rök verði