Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 108
106
Dæmdur maður.
[ Skírnir
að bæði drukkum við í okkur hvert svipbrigði og allt ytra
útlit þessa nýstárlega langferðamanns og svo stóð stafn-
herbergishurðin opin í hálfa gátt, og þó að svo ætti víst
að heita, að þar inni væri naumast talað fullum rómi, þá
skiluðu setningarnar sér furðanlega skýrar og óbjagað-
ar fram í miðbaðstofuna:
— Hvort að þjófurinn hefði nú ekki verið rækalli
baldinn eða taumstirður í flutningnum, spurði húsbóndinn.
Og fjandakornið, hann hafði í rauninni ekki sýnt af
sér neinn mótþróa enn sem komið var, þann vitnisburð
skyldi hann eiga, svaraði pósturinn mannúðlega og vafn-
ingslaust.
Jæja, mannsneypan, skoðum til.
Hvort að maðurinn mundi ekki hafa verið kristnað-
ur eins og aðrir, á sínum tíma, spurði húsbóndinn eftir
alllanga ígrundun.
Það hélt pósturinn sjálfsagt; það var ekki fyrir þá
sök, að þannig væri komið ráði hans.
Ekkí.
Var nú ekki mannskarnið eins og hálfstúrinn út af
öllu saman, var enn spurt inni í stafnherberginu.
O-jæja, fátalaður væri hann að vísu, en fremur mætti
hann þó heita þjáll í svörum og mesta hjálparhella með
hestana, víða hvar í örðugum sköflum, það hafði hann
reynzt þennan hálfa mánuð, svaraði pósturinn. Hitt duld-
ist manni vitanlega ekki, að hann myndi hafa sitt að bera,
mannanginn.
En þá hefði honum líka verið skammarminnst, að
fara ekki að hrifsa eitt eða annað ófrjálsri hendi, athug-
aði húsbóndinn, rökfast og réttilega.
Já, en þar lá nú einmitt hundurinn grafinn, sagði
pósturinh.
Og hver var nú refsingin — eða hvað löng yrði tugt-
húsvistin?
Átta mánuðir, að sagt var.
Aldeilis rétt — ekki þó lengri.