Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 117
Skírnir] Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurlmála.
115
leyti voru fyrstu íslenzku sögurnar prentaSar í Svíþjóð.
Þær voru: Hrólfs saga Gautrekssonar (1664), Ólafs saga
Tryggvasonar (1665, ekki nema brot) og Herrauðs saga
og Bósa (1666). Loks Hervarar saga (1672). Útgefandi
var Olof Yerelius, prófessor í „antikviteter" í Uppsöl-
um. Að mestu leyti var það hið sögulega innihald þessara
rita, sem þótti athyglisvert. — Nú vissu menn algerlega,
að málið sem þessar sögur voru ritaðar á, var í s 1 e n z k a;
skrá frá 1682 hefir sem fyrirsögn: „Gamble Islandica
Mss :ta“.
En samt sem áður var enginn eiginlegur munur
gerður á þessu máli og sænskunni. Hvernig á því stend-
ur, sýnir sú orðabók „Index Lingvæ veteris scythoscandicæ
sive gothicæ“ eftir Verelius, sem var gefin út 1691, að
höfundinum dánum. Við finnum hér orðið „skytisk“ tengt
saman við „skandisk" (sem auðvitað ekki er nema „geo-
grafiskt“ heiti málsins). Er þetta „skytisk“ líka, eins og
»,gotisk“, tekið frá fornritum Suðurlandaþjóðanna; enda
var það engin nýjung hjá Verelius, að láta þessa „skyta“
vera alveg sömu þjóðina og „gotar“ og „götar“; sæmdi
Það vel þjóðræknisandanum og kröfum hans, að svo að
segja ríkja yfir hetjuskapi allrar veraldar. Verelius sjálf-
ur hafði samið formála bókarinnar. Lýsir hann þar mjög
vel áliti sínu á þessum málfræðilegu efnum. Hann talar
um „lingva scandica“, og er það auðséð, að orðið er tek-
ið í sömu merkingu og sveogothic, gotica o. fl. hjá hinum
eldri fræðimönnum. En af því að V. þekkir afarmiklu
meira af íslenzkum ritum, gat hann ekki komizt hjá þeirri
staðreynd, að málið er ekki alveg það sama í öllum
„skandiskum“ fornritum. Kemst hann þannig að orði:
„Má minna þig um, að í „skandiska“ málinu eru fleiri
mállýzkur“. Sérstaklega hefir hann tekið eftir tvíhljóð-
unum í íslenzkunni, en hefir einnig fundið aðrar breyt-
ingar (t. d. sænskt börda, ísl. byrði). Segir V. (að minnsta
kosti í þessari bók) ekkert um það, hvort þessar breyt-
ingar séu upprunalegar eða hafi gerzt í seinna tíma. En
uann getur varla hafa efazt um að íslenzkan, eins og
8*