Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 11
Skírnir]
Bjarni Thorarensen.
9
Hann átti skáldsins viðkvæmu og öru lund, en hann vildi
bæla þá viðkvæmni niður, taka erfiðleikana sem aflraun-
um, er yki manngildið. Því yrkir hann um veturinn frem-
ur en sumarblíðuna, hrósar Islandi fyrir að hafa aldrei
skemmt börn sín á meðlæti. Og sjálfur var hann sem dóm-
ari og yfirvald strangur og harður, af því að hann hugði
þjóðfélaginu það fyrir beztu. Þegar hann bíður hvert skip-
brotið eftir annað í ástamálum, yrkir hann, að gott sé að
ganga einn saman til grafar, eða hann segir í hálfkæringi:
Flösku stút hélt strákur sá
stúlku vörum betri.
Honum hefði fundizt það lítilmennska, að láta skáldskap-
arhneigð sína fá það vald á sér, að hann hennar vegna
vanrækti þau störf, sem voru orðin örlög hans og skylda.
Og Bjarna var því auðveldara að sætta sig við hlutskipti
sitt, sem hann var einlægur og öruggur trúmaður. Þetta
líf var ekki annað en erfiður skóli, þar sem guðdómsljós-
ið var glýju hulið, dauðinn var lausn úr fjötrum, Ijós ei-
lífðarinnar skein gegnum glugga grafarinnar. Allar dýrð-
legustu sýnir dauðlegra manna voru ekki nema hillingar,
svipur hjá þeirri sjón, sem þeir mundu öðlast í öðru og
betra lífi. Þessi skoðun er grunntónninn í öllum erfiljóð-
um hans, og hún var honum ekkert hégómamál.
Það er meira en vafasamt, að Bjarni hafi nokkurn
tíma leyft sér að hugsa þá hugsun, að hann hefði átt að
geta helgað skáldskapnum alla beztu krafta sína, að hann
með því móti hefði getað komizt jafnfætis þeim erlendu
stórskáldum, sem hann dáðist mest að. Því að annríki hans
og veraldleg umsvif tóku ekki aðeins tíma hans frá skáld-
skapnum, heldur meinuðu skáldeðli hans að þroskast og
vita til sín að fullu. Það var heldur ekki skaplyndi hans
né lífsskoðun samkvæmt, að sýta yfir því, sem var óvið-
ráðanlegt. Þó að Bjarni héldi saman kvæðum sínum, verð-
ur þess aldrei vart, að hann hafi hugsað til að gefa út
ljóðabók. Meira að segja má gera ráð fyrir, að hann hafi
fremur spornað við skáldhneigð sinni, fundizt hann vera