Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 183
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
181
rannsókna á einstökum atriðum, þ. e. a. s. rannsókna á út-
breiðslu þeirra. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós, að ekki
einungis mál, sem greinzt hafa úr sama frummáli endur
fyrir löngu — eins og t. d. þýzka og íslenzka — nota að
nokkru leyti ólíkan orðaforða, þ. e. a. s. nota oft hvort sitt
orð um sama hugtak, — heldur verður einnig vart sams
konar munar í orðaforða sama máls eftir héruðum eða
landshlutum. Sbr. t. d., að Sunnlendingar nota jafnan orð-
ið bylur, en Norðlendingar orðið hríð um snjókomu með
stormi. Orsakirnar til þessa munar geta verið ýmislegar.
Stundum hefir hið sameiginlega orð glatazt á einum stað,
en haldizt á öðrum. Menn verða því að fara varlega í að
draga ályktanir um kynlcvíslamun eða ættkvísla- í hinum
ýmsu héruðum, ef dæmin eru fá um notkun mismunandi
orða. Við rannsóknir á orðastaðfræði verður því að leita
til allra fáanlegra gagna, til þess að unnt sé að fá sem
gleggsta hugmynd um orðaforða hinna ýmsu byggða á
iöngu liðnum tímum; og þar eru örnefnin mjög merk
gögn, því að þau eru oft mjög gömul og auk þess stað-
bundin.
Þá eru örnefnin gagnmerkt efni fyrir hljóðsögurann-
sóknir. Örnefnin hafa oft slitnað úr tengslum við hið lif-
andi mál, orðið óskiljanleg, hafa því hljóðbreytingar
þeirra farið sínar eigin götur, óháðar íhaldssemi þeirri,
seni skyld, lifandi orð beita hvert annað. Að hinu leytinu
hefir einangrun örnefna valdið því, að þau hafa varðveitt
heygingarendingar og önnur sérkenni, sem glatazt hafa
aÖ mestu eða öllu leyti hjá öðrum orðum.
Gildi örnefna fyrir sálarfræðina. — Eigi ber svo að
shhja, að örnefnarannsóknir snerti sálarfræði almennt,
eins og hún er stunduð nú á dögum eftir nýjustu vísinda-
legum aðferðum. En eins og það er almennt viðurkennt,
að málið í heild er allmerkt efni til sumra sálfræðilegra
athugana, er svo einnig um örnefnin, og að sumu leyti
fremur. — Með því að örnefni hafa orðið til á öllum tím-
um 0g oft er unnt að tímasetja þau að meira eða minna
Ieyti, eru þau óslitin heimild um það, hvernig náttúran og