Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 35
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
33
Ögmundur fyrir þeim fyrir austan Kirkjubæ og lét taka
Ormssonu af lífi. Á þessum stað í sögunni er þeim frænd-
um f jórum lýst: Sæmundur reið fyrstur þeirra félaga, hann
var í hálflitum kyrtli, rauðum og grænum, og hafði kast-
-að yfir sig söluvoð, og voru saman saumaðir jaðrarnir,
því að þoka var myrk ákaflega, og hraut úr af vætu; stál-
húfa á höfði og gyrtur sverði, buklara við söðulboga; hann
var meðalmaður vexti og manna kurteisastur, ljóshærður
og fölleitur, eygður vel og nokkuð munnljótur og þó vel
farinn í andliti, manna bezt knár jafnmikill. Guðmundur
bróðir hans reið næst; hann var í blám kyrtli og hafði yfir-
höfn stríprenda, hann reið við alvæpni; hann var lágur
maður og sívalvaxinn, herðimikill og miðmjór, rauðgulur á
hár og hærður mjög, þykkleitur og fríður maður sýnum,
blíður í viðræðu. Þorsteinn Skeggjason reið næst honum,
hann var meðalmaður vexti og fálátur maður í skaplyndi.
Klængur reið síðast; hann var hár og grannlegur, ljós á
hár og vel á sig kominn. Ég vil hér þegar benda á, að sumt
í lýsingu Sæmundar minnir á Skarphéðin í Njálu, hvern-
ig sem á því stendur. — Skeggjasynir voru teknir, vildi
Klængur, sem hefir verið ofurhugi, verjast, en þess var
ekki kostur. Síðan voru þeir byrgðir í húsi, en heitið lífláti
þegar eftir helgina; þetta var á laugardegi. En úr því varð
þó ekki; eftir að Ögmundur hafði unnið illvirki á einum
vini Sæmundar, var hans ráð þrotið, sendi hann þá til
Erands ábóta; komu málin í hendur hans og Skóga-
Skeggja, en sjá má, að þeir nefndu til gerðar með sér
Gizur Þorvaldsson og Þorgils skarða; áttu þeir fund fyr-
ir páska 1253, líklega í Skógum eða í Skaftafellsþingi.
Það má nærri geta, að þessir hörmulegu atburðir hafa
gengið nærri Skeggjasonum, þá ungum mönnum og lítt
hörðnuðum. Það er allvel skiljanlegt, að þeim hafi þótt
heldur tómlegt eftir eystra og verið fúsir að fara í önnur
héröð. Klængur virðist hafa verið á vegum Brands ábóta,
sem á þessum árum fór með biskupsvald í Skálholti, því að
þess er getið, að hann var snemma vetrar 1252—53 sendur
með bréf frá Brandi til Þorgils skarða og Heinreks