Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 145
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
143
Hitt ber jafnframt að leggja áherzlu á, að um áhrif
frá Byron á Grím var aðeins að ræða um stundarsakir.
Bessastaðaskáldið fór brátt sínar götur í ljóðagerðinni, og
varð í þeim efnum hvorki sporgöngumaður Byrons né
nokkurs annars skálds. Hins vegar var það gæfa Gríms og
gróði íslenzkum bókmenntum, að rammíslenzk skáldskap-
argáfa hans hafði nærzt og þroskazt við brunn erlendra
bókmennta og menningar — án, þess að drukkna í þeim.
Tilvitnanir.
1) Ritgerð þessi er upphaflega samin á ensku undir heitinu
„Grímur Thomsen — A Pioneer Byron Student“, og birtist í Journal
of English and Germanic Philology, 1928. Hún er hér endurrituð og
henni breytt aS ýmsu.
2) Um Byron og skáldskap hans hefir allmikið verið ritað á
íslenzku, en ítarlegastar lýsingar á honum eru: „Ágrip af æfi By-
rons“, eftir Steingrím Thorsteinsson, aftan við Nokkur Ijóðmæli
eftir Byron, Reykjavík 1903, og „Skáldið Byron lávarður“, eftir
Richard Beck, Eimreiðin, 6. hefti, 1924.
3) Sjá Richard Beck: „Byron and Byronism in Iceland" (í
handriti), Cornell University Library, Ithaca, New-York, og „Gísli
Ri’ynjúlfsson — An Icelandic Imitator of Childe Harold’s Pilgrim-
aOa“, Joum. of Engl. and! Germ. Philology, 1933.
4) Af þeim má einkum nefna hið víðkunna rit Georgs Bran-
des: Hovedstr0mninger i det 19de Aarhundredes europæiske Litte-
ratur, en IV. bindi þessi fjallar að miklu leyti um Byron.
5) Ljóðmæli eftir Byron, Reykjavík 1903, bls. 120.
6) Andvari 1898, bls. 5—6. Ævisagan er endurprentuð, með
viðaukum eftir próf. Guðbrand Jónsson, framan við heildarútgáfuna
af kvæðum Gríms, I. bindi, Reykjavík 1934.
7) Vilji lesendur ganga úr skugga um, að hve miklu leyti
Grímur hefir farið sinna ferða í stælingu sinni á umræddu kvæði
Byrons, þurfa þeir eigi annað en bera hana saman við þýðingu
séra Matthiasar, er fyrr var vitnað i, „Til hafsins“, Ljóðmæli eftir
Matthías Jochumsson, Reykjavík 1904, III. bindi, bls. 174—176.!
8) Kvæði þetta er orkt 1844 eða fyrri; i Fjölni 1844.
9) Þýðing Hannesar Hafsteins, Ljóðabók, 1916, bls. 388.
10) Orkt 1846 eða fyrri; fyrst prentað i Nýjum Félagsr. 1846.
11) Orkt 1846 eða fyrir þann tírna; prentað í N. F. 1846.
12) Benedikt Gröndal: Dægradvöl, Reykjavík 1923, bls. 109.