Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 27
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
25
um stranga skóla, því að samúð hans og andúð á söguhejt-
unum er óvenju áköf. Það er annað mál, að honum bregzt
ekki að lýsa þeim fyrir það: hvenær sem við hittum Mörðr
eða Skammkel, eða Hrapp, þekkjum við þá á svipstundu.
En hvað veldur hug hans til persónanna? Fljótt á litið
mætti hugsa sér, að hann hefði óbeit á óvinum söguhetj-
anna. Og þó nær sú skýring skammt og ristir ekki djúpt.
Gizur hvíti var fyrirliði þeirra manna, sem drápu Gunnar,
og nýtur þó hylli í sögunni. Og hvað kom til, að höfundur-
inn felldi hug til aðalsöguhetjanna?
Duttlungar skáldanna, mætur þeirra og hatur á
draummyndum sínum, hver kann á slíku skil? Á undarleg-
an hátt renna saman minningar og ímyndanir, oft handan
við sjóndeildarhring vitundarinnar, þær fá blæ af veðri
sálarinnar og öðlast djúpa táknun og innihald. Aðeins
sjaldan er það, að okkur gefur sýn inn í þessa heima,
handan við ytra borðið.
Stundum er það í Njálu, að manni virðist eins og
allt sé einfalt; persónur sögunnar séu gripnar heilar úr
Þjóðlífinu: farandsalinn Kaupa-Heðinn, aðrar séu full-
trúar héraða, eins og Þorkell hákur; en kannske er það
allt öðruvísi og oftast miklu flóknara og torráðnara.
Eitt virðist leyfilegt að spyrja um: er ekki eðlilegt
að láta sér koma til hugar, að ættrækni, ætthylli eigi ein-
hvern þátt í samúð og andúð söguritarans? Ættin mátti
sín svo mikils í forníslenzku þjóðlífi og hugsunarhætti.
Þess munu dæmi, að íslendingar vorra daga hafa verið
vilhallir í dómum um ættmenn sína þetta aftur á 16. og
17. öld, en hafa lagt fæð og jafnvel fullkomið hatur á óvini
þeirra. Það má nærri geta, hvort ekki hefir borið á þessu í
fornöld. Og líklega hefir ættræknin og tryggð í garð vissra
ætta haft meiri áhrif á íslendingasögur en nú verður
greint. Höfundur Njálu hefir haft gaman af ættartölum,
nærri því of mikið. Hann hefir vafalaust haft yndi at' að
minnast fornra frænda. Það er gaman að athuga, hvað
hann segir um ætt Þorsteins rauðs. í 1. kap. rekur hann
hana, sem skylt var, til Ragnars loðbrókar. 1 14. kap.