Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 154
152
Inniluktar brár.
[Skírnir
því, að inn í dölum stórskorinna jökla væru föngulegir
menn og fénaður afburðavænn. Þar gengu sjálfala sauð-
ir, síðullaðir, svo að þeir klæddu klauf, og síðuþykkir, svo
að þverhandar var spikið á rifjunum soðnum.
Karlmannleg þrá var að verki, þegar þessi æfintýri
fæddust. Hún nefnir ekki akra, sem gengið hafi úr greip-
um. Þeir eru að fjallabaki, svo langt í burt, að ekki sér
bláma fyrir axinu á kornstöngum þeirra. Og hvað er að
sjá eftir ökrum, þar sem féð er feitt og margt og síðull-
að og gengur sjálfala? Fáir neita flotinu. Og allt mátti
kaupa, sem þörfin krafði, fyrir landaurana. Og að baki
þessum æfintýrum um úrvalsfé, bólar á kynbóta-kenning-
unni og kröfunum um góðan viðurgerning. Þarna eru
skrefin tekin stærri en í búnaðarritum og búnaðarfélög-
um. En sams konar þrá er að verki á báðum stöðvunum,
þrá vaxtar og viðgangs.
Þessi þrá spyrnti í gaflinn og hóf upp augu sín, þeg-
ar stórhríðin brast á og barði baðstofuþekjuna, svo að
brast í rúðunum, fönninni hlóð á glugga og jarðbönn gerði.
Hún beið og vonaði, að upp mundi stytta og upp úr rofa.
Sú biðin gat orðið alllöng. En öll él birtir um síðir. Þessi
þrá eða von brosti, þegar snjóinn tók að leysa í sólbráð
eða þeyvindi. En hún hló ekki hátt né iðkaði bægslagang-
inn. ... Þessi fósturson dals og heiðar, þessi nágranni jök-
uls og elds, lifði glaðan dag um Jónsmessuleytið og
skemmtilega nótt. Hann fór í kaupstaðinn með vörurnar
sínar, þegar jafnræði er með degi og nóttu. Eg sá hann
við búðargaflinn, þegar eg var ungur, og mér er sú sjón
í barnsminni, og það er trútt. Eg sá hann hjá klyfjunum
sínum, með flösku í barmi. Þá var hann glaður. Hvað
mundi gleðja hann? — Hafði ullin hækkað í verði von-
um framar? Varð tólgin hans að smjöri á mölinni? Hafði
mjölið lækkað að óvörum? Ekki hafði hans vara hækkað,
né sú aðflutta lækkað. Báðar hjökkuðu í sams konar fari,
sem þær höfðu verið í. Hafði bónda hlotnazt arfur í
skjótabragði? Ekki hafði sú hlaupahamingja borizt upp