Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 61
Skímirl
Goðorð forn og’ ný.
69
á goðorðaskipun Norðlendingafjórðungs, þá er þingin þar
urðu fjögur. Orsök þessa munar á framsetningu laga-
ákvæðanna er öldungis auðsæ. Jafnframt því, að einu
hinna fornu þinga í Norðlendingafjórðungi er skipt, varð
að taka upp 3 ný goðorð í þeim fjórðungi, svo öll fjögur
þingin þar yrðu fullskipuð. Handhafar hinna nýju goðorða
hljóta því rétt til lögréttusetu við hlið hinna fornu goð-
orðsmanna, en nefna fjórðungsdóma er eftir sem áður ein-
vörðungu í höndum hinna síðarnefndu goða, svo sem að
framan greinir.
Orðfæri umræddra lagagreina ber þess ljósan vott, að
þær eru af sömu rót runnar; enda hafa þær eflaust um
langan aldur fylgzt að í lagauppsögn lögsögumanna, áður
en lögin voru skráð. Til umsagnar tJlfhéðins lögsögu-
manns Gunnarssonar vitnar Ari fróði, þá eh hann greinir
frá stjórnarfarsbreytingunni 963, en að umsögn og um-
ráði Bergþórs lögsögumanns Hrafnssonar voru landslög-
in fyrst rituð veturinn 1117—1118, einu ári eftir að Ulf-
héðinn lét af lögsögm Má nærri geta, að þær lagagreinar,
sem mynduðu hyrningarsteina stjórnskipulagsins og
vörðuðu mest sérréttindi höfðingjanna, hafi þá ekki verið
látnar sitja á hakanum, enda finnst þess traust vitni, að
allur þorri þágildandi laga hafi í það sinn verið í letur
færður.
Að þessu athuguðu má það auðsætt vera, að framan-
skráðar lagagreinar eru úrvalsheimildir, sem standa á
ongan hátt að baki frásögnum Ara fróða hvað sannleiks-
gildi snertir; enda ber þeim ákjósanlega saman. Bendir
það ótvírætt í þá átt, að þær hafi að efni til komizt óskadd-
aðar gegnum hreinsunareld afskriftanna. Um orðfærið
má víst segja hið sama. Aðeins setningin: „En forn goð-
°i’ð Norðlendinga öll eru fjórðungi skerð að alþingis-
nefnu við full goðorð önnur öll á landi hér“, er af góðum
°g gildum ástæðum tortryggileg og veldur því orðið al-
þingisnefna.
Þótt merkilegt megi virðast, hefir heiti þetta orsakað
nieiri glundroða í rannsókn fræðimanna á forníslenzkri