Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 22
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: hefir haft og hefir sérstaklega með höndum, og gildi þess fyrir þjóðstofn vorn beggja megin hafsins. Verður þá að sjálfsögðu fyrst fyrir að minnast þess mannsins, sem Almanakið á tilveru sína að þakka, stofn- anda þess og útgefanda í meir en 40 ár, Ólafs S. Thorgeirs- son prentsmiðjustjóra. Eigi gerist þess þó þörf að rekja æfi — og athafnaferil hans. að þessu sinni, því að það var gert ítarlega, af alúð og glöggskygni, í hinni prýðilegu minningargrein um hann eftir dr. Rögnvald Pétursson, er birtist hér í ritinu árið 1938; þeim, er fræðast vilja um það efni, vísast því þangað. 1 gagnorðri grein hér í Alm- anakinu tveirn árum síðar ritaði Grímur Eyford einnig hlýlega og maklega um Ólaf með sérstöku tilliti til þess þjóðnytjastarfs, er hann vann með því að hefjast handa um söfnun og útgáfu sagnabálks þess um landnám Is- lendinga í Vesturheimi, sem gert hefir Almanak hans sérstætt meðal íslenzkra tímarita sinnar tíðar og gefur því um annað fram varanlegt gildi. Eins og kunnugt er öllum þeim, sem kynntust Ólafi S. Thorgeirsson að nokkuru ráði, þá var hann að eðlisfari bæði mjög fróðleikshneigður maður og að sama skapi þjóðlegur. Komu þessar hliðar á traustri skapgerð hans fram í margháttaðri þátttöku hans í íslenzkum menningar — og félagsmálum vestan hafs og í bókaútgáfu hans. Var það hreint engin tilviljun, að hann átti frumkvæðið að stofun Eyfirðingafélagsins, klúbbsins “Helga magra”, í Winnipeg, og var árum saman forseti þess merka félags- skapar. Var hér um að ræða þjóðræknislegan félagsskap af ágætasta tagi, því að klubburinn hafði það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að efla og styðja að viðhaldi íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis vestan hafs, jafn- hliða því sem honum var ætlað að verða félagsmönnum til skemmtunar og fræðslu. Fróðleikshneigðin og þjóð- ræknin héldust hér því fagurlega í hendur. Hins sama gætir í tímaritum þeim, mánaðarritinu Breiðablikum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.