Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 24
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Vandaði hann valið á sðgumönnum sínum, leitaði
til þeirra, er hann vissi kunnugasta þeim efnum í hverju
byggðarlagi og áreiðanlegasta; enda mun í heild sinni
mega byggja á fróðleik landnámsþáttanna, þó að þar
komi fyrir nokkurar missagnir í ártölum og ættfærslum;
við öðru er einnig vart að búast, þar sem um jafn víðtækt
efni er að ræða, en minni manna á hinn bóginn ekki ávalt
að treysta, eins og þeir vita best, sem fást við söguleg
fræði.
Eins og dr. Rögnvaldur tekur fram, þá auðnaðist
Ólafi að miklu leyti að ná því takmarki sínu áð láta Alm-
anakið flytja heildarsafn sögu íslenzkra byggða í Vestur-
heimi; með framhaldi útgáfunnar, síðan hann féll frá,
hefir eftir föngum verið reynt að bæta í hin ófylltu skörð
landnámsþáttanna.
En þó að landnámsþættirnir og önnur drög til sögu
íslendinga í Vesturheimi séu merkasta lesmálið, sem
Almanakið hefir flutt, og söfnun þeirra og útgáfa það
verkið, sem lengst mun halda nafni Ólafs á lofti, má ekki
gleyma því á þessum tímamótum í sögu ritsins, að það
hefir flutt ýmislegan annan fróðleik, svo sem ágætar
greinar um íslenzka og erlenda merkismenn, eftir ýmsa
hina kunnustu rithöfunda og fræðimenn íslenzka vestan
hafsins. Var það t.d. hvorki ólítill skerfur né ómerkilegur,
sem séra Friðrik J. Bergmann lagði til Almanaksins með
prýðilegum ritgerðum sínum um ýms efni, auk hinnar
ítarlegu sögu Islendinga í Winnipeg, er hann birti þar;
enda var nákomin vinátta milli hans og útgefanda, svo
sem kunnugt er.
í höndum Ólafs varð Almanakið einnig mjög vinsælt
rit og býr enn að þeim vinsældum, því að þrátt fyrir eðli-
lega mannfækkun ár hvert í hópi hinna eldri fslendinga
hér í álfu, hefir það haldið kaupendafjölda sínum óbreyt-
tum undanfarin ár. Sýnist sú staðreynd bera því vott,
að miðaldra kynslóðin taki við af hinni eldri í þessu tilliti;