Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 31
ALMANAK 1944
31
En hugur hans mun hafa stefnt að öðru en búskap, því
vorið 1902 yfirgaf hann hólana og fluttist til Blaine í
Washington ríkinu.” (Almanak, O. S. Th. 1935, bls. 39.)
STARFSÁRIN.
Um vorið 1902 kom Andrés til Blaine. Veturinn
áður hafði hann haft nokkra viðdvöl í Klettafjöllunum,
og einnig í Seattle. En til Blaine mun hann hafa farið
til að heimsækja kunningja sinn frá Hólabygð, Magnús
Jónsson frá Fjalli, sem hafði flutt vestur. Þegar þangað
kom leist honum vel á sig, landið var fagurt og frítt,
fannhvítir jöklanna tindar, og hafið skínandi bjart. Þarna
settist hann að og þar hefir lífsstarf hans verið unnið að
mestu.
Fyrstu þrjú árin vann hann við að afgreiða vörur í
einni af verslunum bæjarins. Að þeim tíma liðnum setti
hann verzlun á stofn í félagi með Ófeigi Ó. Runólfssyni.
Gekk sú verzlun undir nafninu Daníelsson og Runólfs-
son. Ráku þeir félagar fyrirtæki þetta til ársins 1914, en
þá hvarf Andrés frá versluninni og tók að fást við fast-
eignasölu og vátryggingar. Hefir hann starfað við það
síðan og farnast vel.
Ekki leið á löngu að bæjarmenn í Blaine tæku að
fela Andrési ýmsar trúnaðarstöður, enda lét hann skjótt
ýms velferðamál bygðarinnar til sín taka. Einkum var
honum umhugað um fræðslumál, og afnám sölu áfengra
drykkja. Hann átti drjúgan þátt í stofnum bókasafns
Blaine bæjar, og lenti oft í snörpum deilum út af vín-
bannsmálinu. Árið 1910 var hann kosinn bæjarráðsmaður
í Blaine, og hlaut tvisvar endurkosningu í þá stöðu. Sem
bæjarráðsmaður vann hann að því með því kappi sem
honum er eiginlegt að úthýsa Bakkusi úr Blaine. En hið
gamla goð átti öfluga formælendur meðal leiðtoga bæj-
arins bæði í bæjarráði og utan þess. Efnt var til atkvæða-
greiðslu í málinu, og var mikill undirbúningur frá beggja