Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 32
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hálfu. Vínbannsvinir stóðu þó illa að vígi að því leyti að
andstæðingar þeirra höfðu ráð á eina samkomuhúsi bæj-
arins. Var múgfundur mikill haldinn þar kvöldið áður
en atkvæðagreiðsla skyldi fara fram. Var vínbannsvinum
bannað að flytja mál sitt þar; og varð málafærsla fundar-
ins því einhliða í vil dýrkendum Dionysusar. En Andrés,
sem var forgöngumaður vínbannsvina lét ekki hugfallast.
Fékk hann þá prentara þar í bænum til að undirbúa flug-
rit um nóttina, sem svo var borið að hvers manns dyrum
fyrir fótaferðatíma. Þetta reið baggamuninn, að talið var,
og var Blaine bær lengi “þur” eftir það. Um þessar mundir
las Andrés feiknin öll í frístundum sínum; las hann helst
bækur sem fjölluðu um stjórnmál, sögu og lögfræði.
Telja fróðir menn hann merkilega vel að sér í þessum
greinum. Hefir hann einnig haft sérlega gott tækifæri
til að heimfæra hina bóklegu þekkingu sína í þessum
efnum í daglegu lífi. Hann hefir verið friðdómari í Blaine
í tuttugu ár, og lögregludómari í sex ár.
En þótt mikið hafi borið á Andrési heima í Blaine
á ýmsum tímum, er það þó þingmenska hans sem mest
hefir haldið nafni hans á lofti, og þar hafði hann einnig
bezt tækifæri til að njóta sín. Árið 1922 var hann kosinn
þingmaður i 43 kjördæmi Washington ríkis undir merkj-
um republikana, og var endurkosinn hvað eftir annað, og
sat samfleytt í tíu ár á þingi. Á þessum árum lét hann
mikið til sín taka um skóla og skattamál, og beitti sér
einnig fyrir endurbótum á fangabúðum og betrunarhús-
um ríkisins. Var hann formaður í mörgum nefndum sem
fjölluðu um þessi og önnur mál; þótti hann áhrifamikill
þingmaður og harðsnúinn málafylgjumaður þar sem
honum þótti mikið liggja við. Á þessum árum flutti hann
frumvarp til laga um myndun Samuel Hill Memorial
Park í Blaine, sem nú er langfegursti lystigarður Wash-
ington'ríkis. Þar stendur hinn víðfrægi Friðarbogi, og
þar hafa Islendingadagshátíðir verið haldnar á landa-