Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 40
r
Islendingar i Baltimore, Maryland
Eftir dr. Stefán Einarsson.
I.
Þeim, sem þetta ritar, eru ekki kunnar nema tvær ís-
lenskar fjölskyldur, sem telja má landnema í Baltimore,
Maryland. Að vísu hefir hann heyrt um þriðju fjölskyld-
una, eða réttara sagt, íslenskan heimilisföður, sem kvænt-
ist konu af þýskum ættum og hefir eignast börn (þrjá
drengi) og barnabörn. Þessi maður heitir, Óli Þorfinns-
son og er Húnvetningur að uppruna. Hann kom hingað
fyrstur fslendinga svo mér sé kunnugt um, líklega fyrir
stríð hið fyrra.
Næstur honum kom Jón Stefánsson haustið 1918,
þar næst höfundur þessara lína haustið 1927, og loks Sig-
urður Stefánsson 1929. Fyrir skemmstu hefir fluzt
hingað vestur-íslensk kona frá Winnipeg, Mrs. Lillian
Johnson Wise að nafni.
Þess má geta, að í vor tók fyrsti (Vestur) Islending-
urinn doktors próf við Johns Hopkins háskólann hér í
borg. Var það sonur Jóns Stefánssonar og Solveigar:
Karl (Jónsson) Stefánsson. Varð hann doktor í jarðfræði.
En mætti geta þess, að í haust tók fyrsti íslenski
stúdentinn próf hér við sama háskóla eftir hálfs þriðja
árs nám í vélfræði (Mechanical Engineering). Þessi ungi
verkfræðingur (Bachelor of Engineering) heitir Jóhannes
Newton. Veitti skóljnn honum fría kenslu (free tuition),
og er það í fyrsta sinn að íslenskur stúdent nýtur slíkra
hlunninda við amerískan háskóla, þótt fleiri skólar hafi
síðar veitt þau. 1)
1) Fregnin í blöðum um aðra háskóla, er “fyrstir” hafi veitt
þessi hlunnindi, er ekki rétt.